Fimmtudaginn 5. mars var tekið í notkun nýtt skattalagasafn – www.rsk.is/skattalagasafn. Þar er að finna heildarsafn gildandi laga, reglugerða, reglna o.fl. er varða beina og óbeina skatta, álagningu opinberra gjalda, ársreikninga, bókhald o.fl. Lagasafninu er skipt upp í samræmi við útgefnar bækur, í fyrsta lagi tekjuskatt, í öðru lagi virðisaukskatt, vörugjöld og bifreiðaskatta og í þriðja lagi ársreikninga og bókhald. Einnig er hægt að skoða skattalagasafnið í heild sinni.
Vinsamlega athugið
Í eldra skattalagasafni var að finna lög fyrir eldri álagningar (t.d. lög 90/2003 vegna álagningar 2008, 2007, 2006, 2005…). Ekki er búið að opna fyrir þessa virkni enn sem komið er en þessi virkni verður komin í skattalagasafnið eftir um 10 daga (fyrir 20. mars nk.)