Meðfylgjandi er dómur á hendur Emmu Geirsdóttur og Kristjáni V. Grétarssyni fyrir skatta-, bókhalds- og hegningarlagabrot, í atvinnurekstri sem þau ráku sameiginlega í nafni EK bón og þrif en með kennitölu ákærðu Emmu:
Fram kom að karlmaðurinn hafði áður fengið á sig dóm vegna skattsvika.
Dómurinn taldi ekki að virðisaukaskattsbrot fólksins teldust meiriháttar í skilningi almennra hegningarlaga . Hins vegar teldust bókhaldsbrot þeirra meiriháttar í skilningi laganna.
Konan fékk 2 mánaða skilorðsbundna fangelsirefsingu en maðurinn 5 mánaða. Hvort þeirra um sig hlaut 3,5 milljón króna sekt með 4 vikna greiðslufresti en 3ja mánaða fangelsi ella.