Search
Close this search box.

RSK – Refsimál (verktaki)

Meðfylgjandi er dómur í refsimáli á vettvangi skattaréttar.
Um var að ræða erlendan mann sem var eigandi einkahlutafélags. Ákært var fyrir brot á vsk. og stgr. lögum.

Sjá dóm

Játaði maðurinn   brot sín greiðlega og var það virt honum til málsbóta.

Félagið skilaði skýrslum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda launamanna og virðisaukaskattsskýrslum vegna rekstrar eins og lög gera ráð fyrir, að undanteknu einu VSK tímabili.

Það  stóð hins vegar ekki  ríkissjóði  skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti sem skilagreinar tóku til.  

Kom fram að félagið lenti í  greiðsluerfiðleikum vegna vanskila á útistandandi viðskiptaskuldum. Var og horft til þessa við refsiákvörðun.

Í málinu  bar maðurinn  fyrir sig að hann væri erlendur ríkisborgari og hafi ekki þekkt til réttarfars hér á landi og að hann hafi ekki fengið neinar leiðbeiningar við úthlutun virðisaukaskattsnúmers.

Taldi hann vanskilin  vera vegna afsakanlegrar lögvillu af sinni hálfu.

 Um þetta segir svo í dómnum: "Samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra var tilgangur einkahlutafélagsins Jac-Pol almenn verktakastarfsemi. Ákærði var eigandi félagsins, skráður framkvæmdastjóri og stjórnarmaður. Bar honum sem slíkum að kynna sér lög og reglur sem giltu um rekstur félagsins, þ.m.t. um skyldu félagsins til að standa skil á opinberum gjöldum. Ekki verður fallist á það með ákærða að hugsanleg vanþekking hans á lögum og reglum að þessu leyti eigi að horfa til málsbóta við refsiákvörðun eða að koma eigi til refsilækkunar af þeim sökum."

Refsing var ákveðin 4 mánaða fangelsi skilorðsbundið og  64.000.000 krónu í sekt til ríkissjóðs. Kemur 12 mánaða fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins.

 

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur