Meðfylgjandi reglugerð sem birt var í dag og dagsett er 26.02.sl með gildistöku nú þegar, varðar breytingu á reglugerð nr. 990/2001, um greiðslu vaxtabóta, með síðari breytingum. Hún fjallar um útvíkkun á vaxtabótarétti í þeim tilfellum að maður eigi fleiri en eina íbúð.
Getur nú réttur til vaxtabóta haldist vegna tímabundins eignarhalds á tveimur íbúðum ef sala íbúðar reynist ómöguleg vegna óvenjulegra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Réttur til vaxtabóta af þessum sökum helst allt að þremur árum.
Við þessar aðstæður er útleiga íbúðarhúsnæðis heimil án þess að réttur til vaxtabóta skerðist.