Áritun inn á RSK 3.19 Hlutabréfaeign – kaup og
sala
Svo sem kunnugt er voru
áritaðar upplýsingar á hlutabréfablað RSK 3.19 á mánudagskvöld hjá þeim sem ekki
höfðu opnað sín framtöl sín (sjá tölvupóst hér neðar). Í morgun var hluti
þeirrar áritunar einnig framkvæmdur fyrir þá sem þegar höfðu opnað framtöl sín,
en ekki átt við viðkomandi línur.
Árituð voru í þrep 2 hlutabréfakaup í Exista hf. ef ljóst var að
framteljandi hafði fengið þau sem arðgreiðslu frá Kaupþingi hf. og
hlutabréfakaup í í Hf. Eimskipafélagi Íslands (áður Avion Group hf.) og
Icelandic Group hf. ef ljóst var að framteljandi hafði fengið þau sem
arðgreiðslu frá Straumi -Burðarási Fjárfestingarbanka hf. Alls voru 3.834 línur
uppfærðar á 1.905 framtölum. Frekari áritun á RSK 3.19 er ekki fyrirhuguð.
„Skattaskammturinn“
Meðfylgjandi er excel tafla sem sýnir hámarksfrádrátt frá
tekjuskattsstofni tekjuárin 1984 til 2002 vegna hlutabréfakaupa, en
hlutabréfaeign einstaklinga má í mörgum tilvikum rekja til kaupa þeirra á „skattaskammtinum“.