Samkvæmt 2.málslið 1.tölul. A liðar 30.gr laga nr 90/2003 um tekjuskatt eru frádráttarbær útgjöld að hámarki móttekinni fjárhæð ættleiðingarstyrks samkvæmt lögum um ættleiðingarstyrki . Má frádráttur þessi aldrei vera hærri en fjárhæð styrksins. Í 7.grein laga nr 152/2006 um ættleiðingarstyrki er tekið fram að fjárhæðin skuli endurskoðuð á tveggja ára fresti.
Með reglugerð sem sett var í árslok 2008 hækkaði styrkurinn úr 480 000 kr í 526 080 kr.