38. gr.
(1) Þeir menn, sem njóta annarra tekna en launatekna og vilja komast hjá greiðslu [álags]1) á tekjuskatt og útsvar af þessum tekjum, sbr. [122. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt]2), skulu greiða fjárhæð sem ætla má að nægi til lúkningar væntanlegri álagningu tekjuskatts og útsvars á þessar tekjur. Greiðsla þessi skal innt af hendi eigi síðar en 31. janúar næstan á eftir staðgreiðsluári. Greiðslan skal bætast við staðgreiðslu þá sem maðurinn innti af hendi eða innt hefur verið af hendi fyrir hann, á staðgreiðsluári og færast á staðgreiðsluskrá áður en greiðslustaða hans er ákvörðuð skv. 34. gr.
(2) Nánari fyrirmæli um greiðslur, greiðslustaði, skilagreinar og aðra framkvæmd samkvæmt þessari grein skulu settar í reglugerð a) af fjármálaráðherra.
1)Sbr. 4. gr. laga nr. 139/1995. 2)Sbr. 71. gr. laga nr. 129/2004. a)Reglugerð nr. 37/1989, með síðari breytingum.
2). a)
2). a)