Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 19/2007
Fjármálaráðherra hefur skipað Ragnheiði Snorradóttur til að gegna starfi nefndarmanns í yfirskattanefnd með starfið að aðalstarfi.
Ragnheiður hefur starfað sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu frá árinu 1994. Hún lauk kandídatsprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi í skattarétti við Copenhagen Business School vorið 2007.
Yfirskattanefnd starfar skv. lögum nr. 30/1992, um yfirskattanefnd. Aðrir í nefndinni eru Ólafur Ólafsson, formaður, Gylfi Knudsen, lögfræðingur og Sverrir Björnsson, lögfræðingur sem hafa starfið að aðalstarfi. Jónatan Þórmundsson, prófessor og Kristinn Gestsson, löggiltur endurskoðandi eru skipaðir til að gegna hlutastarfi í nefndinni.
Alls bárust þrjár umsóknir um starfið.