Efni: Staðgreiðsla og tryggingagjald
frá og með 1. janúar 2007 
Skatthlutfall í staðgreiðslu
lækkar 2007 og verður  35,72% (var áður 36,72 %). 
Persónuafsláttur mánaðarlegur
verður kr. 32 150 (var 29 029 kr.) og sjómannaafsláttur  kr. 834 (var 782 kr.). 
Draga skal frá staðgreiðslustofni lífeyrissjóðsiðgjöld, allt að 8% af tekjum ef launamaður hefur
samið um a.m.k. 4% aukagreiðslu. 
Frádráttur frá tekjum barna (börn
fædd 1992 og síðar) er kr.100 745 (var kr.98 521  ) yfir
árið. Frá því sem umfram er hjá hverjum launagreiðanda dragast 6%. 
Gjaldstig tryggingagjalds lækkar  frá fyrra ári og er  5,34%. (var 5,79%). Ef slysatryggt er
vegna sjómanna er gjaldstigið  5,99 %. (var 6,44 %) 
Heimilt er að færa allt að 100% af
persónuafslætti milli hjóna og sambúðarfólks sem og aðila í
staðfestri samvist og skráðri samvist.