Staðgreiðsla 2007. Ný reglugerð um undanþágur fyrir styrki úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga vegna alvarlegra veikinda og styrki sem veittir eru úr staðfestum minningarsjóðum.Gildir frá 01 01°07
Reglugerðarbreyting þar sem bætt er við undanþágur frá staðgreiðslu af tekjum tekur gildi um áramótin.
Hún er á þessa leið:
|
||
Nr. 914/2006 |
27. október 2006
|
|
REGLUGERÐ |
||
um breytingu á reglugerð nr. 591/1987, um laun, greiðslur og hlunnindi utan staðgreiðslu, með síðari breytingum.
|
||
1. gr. Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir töluliðir er orðast svo: Styrkir sem veittir eru úr sjúkra- og styrktarsjóðum stéttarfélaga vegna alvarlegra veikinda. Styrkir sem veittir eru úr minningarsjóðum sem starfa samkvæmt skipulagsskrá staðfestri af dómsmálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 19/1988, um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. 2. gr. Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 8. gr. laga nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2007. Fjármálaráðuneytinu, 27. október 2006. F. h. r. Baldur Guðlaugsson. Ingibjörg Helga Helgadóttir.
|
||
|
B-deild – Útgáfud.: 8. nóvember 2006
|
|