Search
Close this search box.

RSK – Stóra haustfrumvarpið / tekjuskattur

Meðfylgjandi er frumvarp sem lagt var fram á Alþingi í gær 28. nóv. 2007.

Frumvarpið felur í sér ýmsar breytingar. Skal hér stiklað á þeim helstu:           (sjá frumvarpið í heild sinni )

1. Fjárhæðir vegna sjómannaafsláttar, barnabóta og vaxtabóta, hækka samkvæmt frumvarpinu í stíl við verðlagsforsendur.

2. Lagt er til að ríkisskattstjóri fái úrskurðarvald um það á hvaða forsendum lögaðilar teljist heimilisfastir hérlendis eins og gildir um einstaklinga.

3. Orðalagsbreyting ein er sú að í stað orðsins "arðgreiðslur" komi "tekjur" úr veiðifélagi. Er þar átt við þær tekjur bænda af atvinnurekstri sem falla í skattþrep fjármagnstekjuskatts.

4. Lagt er til að frádráttarheimild á mótteknum arði hjá samlögum og samtökum verði felld niður, með sama hætti og gildir um sameignarfélög, en úttekt á höfuðstól þessara aðila er skattfrjáls í hendi eigenda.

5. Hnykkt er á því að frádráttarheimild arðs í 9. tölul. 31. gr. sé einvörðungu bundin við löglega úthlutaðan arð.

6. Tillaga er um að fella úr lögunum kröfu um að lögaðilar skuli leita til skattstjóra um heimild til að nota reikningsárið sem skattár ef þeir ákveða í samræmi við lög um ársreikninga að hafa reikningsárið annað en almanaksárið.

7. Sú breyting er lögð til er að aukið verði svigrúm fjármálaráðherra til að flytja einstök verkefna milli skattumdæma, m.a. í því skyni að nýta mannafla skattkerfisins með sem virkustum hætti á hverjum tíma.

8. Lagðar eru til breytingar á reglum um greiðslur barnabóta með börnum sem eru heimilisföst í einhverju EES-ríki, í aðildarríki EFTA eða í Færeyjum.

9. Aðrar breytingar eru einkum um samræmingu á orðalagi sem og hugtakanotkun við önnur lög., meðal annars að tekið verði upp hugtakið „varanlegir rekstrarfjármunir" í stað „lausafé" við tilgreiningu eigna Einnig eru gerðar tillögur um nokkrar augljósar leiðréttingar.

10. Um gildistöku er það að segja að gert er ráð fyrir að flest ákvæði öðlist þegar gildi við birtingu laganna ef af verður.

Ákvæði um fjárhæð sjómannafsláttar skulu þó skv. frumvarpinu öðlast gildi 1. janúar 2008 og koma til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2008 og við álagningu tekjuskatts á árinu 2009. Ákvæði um fjárhæð vaxtabóta og barnabóta og viðmiðunarfjárhæðir bótanna skulu öðlast gildi 1. janúar

2008 og koma til framkvæmda við álagningu og greiðslu barnabóta og vaxtabóta á árinu 2008 vegna tekna og eigna á árinu 2007.

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur