Search
Close this search box.

RSK – Stóru haustlögin: breyting á lögum um tsk, og lögum um staðgr.

Stóru haustlögin:.

Lög um breytingu á lögum um tekjuskatt, og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. (barnabótaaldur,barnastyrkir,fjárhæðir ofl)

Þau lögleiða  þau ákvæði
helst að :

1.  Sett er undanþáguákvæði  um tekjur erlendra aðila  af leigu loftfara og skipa hingað til lands .
(Tekur gildi á tekjuárinu sem hefst 1. janúar 2007 og kemur til framkvæmda
við álagningu tekjuskatts á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007.)

2 . Skattundanþága er sett á styrki sem foreldrar eða forráðamenn barns fá frá sveitarfélagi til að annast barn heima, frá lokum
fæðingarorlofs fram til þess að það hefur leikskólavistun eða grunnskólanám.
( Tekur gildi strax við birtingu laganna núna 18.desember 2006 og koma til
framkvæmda við staðgreiðslu frá og með þeim degi og álagningu tekjuskatts á
árinu 2007 vegna tekna frá þeim degi til og með 31.des nú í ár) .

3. Ættleiðingarstyrkir verða undanþegnir
skatti.
Nánar til tekið útgjöld að hámarki móttekinni fjárhæð
ættleiðingarstyrks samkvæmt lögum um ættleiðingarstyrki og má frádráttur þessi
aldrei vera hærri en fjárhæð styrksins. (Öðlast gildi 1. janúar 2007
og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og álagningu  á árinu 2008
vegna tekna ársins 2007.)

4.
Viðmiðunarlöndum  vegna arðgreiðslna milli landa.í  9.tölul. 31.gr.er
fjölgað. (Öðlast gildi 1. janúar 2007 og koma til framkvæmda við álagningu á
árinu 2008 vegna tekna ársins 2007.)

5. Tekjuskattur verður 22,75% ,árspersónuafsláttur kr 356.180 og sjómannaafsláttur kr 834. ( Öðlast gildi 1. janúar 2007 og kemur til
framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og álagningu tekjuskatts á árinu 2008
vegna tekna ársins 2007.)

6. Barnabótaaldur hækkar í 18 árB.( Kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta
og álagningu gjalda á árinu 2007.)

7. Viðmiðunarfjárhæðir í vaxtabótum breytast  (Öðlast gildi 1. janúar 2007 og
kemur til framkvæmda við ákvörðun bóta  á árinu 2008 vegna tekna ársins 2007 og
eigna í lok þess árs.

8. Staðgreiðsla
fellur niður af arði sem úthlutað er á milli aðila
sem samskattaðir eru skv. 55.
gr. laga  um tekjuskatt.  (Öðlast gildi 1. janúar 2007 og koma til
framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2007 og álagningu tekjuskatts á árinu 2008
vegna tekna ársins 2007.)
         Stóru haustlögin

 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur