Innskattur. Leiðréttingarkvöð vegna fasteigna færð úr tíu í tuttugu ár. Breytingar á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt.
Með 4. gr. laga nr. 45/2006, sem tóku gildi 1. júlí
sl., voru gerðar breytingar á 5. málsl. 2. mgr. 16. gr. VSKL. Með breytingunni
var leiðréttingarkvöð vegna fasteigna færð úr tíu í tuttugu ár. Það láðist hins
vegar að gera sambærilegar breytingar á reglugerð nr. 192/1993, um innskatt. Úr
því hefur nú verið bætt með reglugerð nr. 1044/2006, en hún tók gildi þann 20.
desember sl. Reglugerðina má finna á slóðinni: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=32c42463-c244-4b00-82c5-cb84fe4359ba
Breytingar þessar verða settar inn í
skattalagasafnið á rsk.is við fyrsta tækifæri.
Með kveðju,
f.h.
ríkisskattstjóra,
Bjarni Amby
Lárusson