Þar er tekið á ýmsum þáttum:
Samræmingu á gildistíma skattkorta og dvalar- og atvinnuleyfa.
Áformuðum framtalslausum skattskilum útlendinga.
Uppgjöri útlendinga á brottflutningsári.
Gefin verði út sérstök skattkort fyrir útlendinga sem koma til tímabundinna starfa.
Unnið að þýðingu upplýsinga og gagna um skattamál
og loks að þróaður verði upplýsingavefur um skattamál.
Er þessu öllu lýst ítarlega í þingskjalinu.
Má þar nefna svohhljóðandi markmiðslýsingu:
og embættis ríkisskattstjóra verði áfram unnið að því að einfalda skattskil útlendinga, bæði með því að bæta upplýsingagjöf og auðvelda þeim að skila rafrænum framtölum. Útgáfa skattkorta verði betur samræmd gildistíma dvalar- og atvinnuleyfa, svo sem með því að gefa út sérstök skattkort til þeirra er koma til tímabundinna starfa hingað til lands. Þá verði verkferlar við uppgjör skatta á brottflutningsári gerðir einfaldari og skjótvirkari þannig að útlendingar geti gert upp skattgreiðslur sínar að
fullu áður en þeir flytjast af landi brott." Sjá nánar