Þann 2. júní voru sendir út neðangreindir tveir tölvupóstar (samtals 4.886 póstar) , til þeirra framteljenda sem hafa ekki skilað framtali, og við eigum til tölvupóstföng á.
Um var að ræða tvær tegundir pósta. Annar var sendur þeim sem hafa ekki opnað framtal sitt, en hinn var sendur þeim sem hafa opnað framtalið, en hafa ekki skilað því.
Verið getur að í einhverjum tilvikum hafi menn fengið póstinn sendan ranglega, t.d. ef netfang þeirra hefur einhvern tímann verið gefið upp í tengslum við framtal sem þeir bera ekki lengur ábyrgð á og er ekki komið inn.
Ágæti viðtakandi.
Vakin er athygli á því að nú eru allir framtalsfrestir einstaklinga, endurskoðenda og bókara liðnir vegna skila á skattframtali 2008 og liggur fyrir að áætla þurfi skattstofna þeirra aðila sem ekki hafa skilað skattframtali.
Tölvupóstfang þitt hefur verið gefið upp í tengslum við skattframtal sem ekki hefur verið skilað. Ekki er hægt að útiloka að einhver hafi fyrir mistök tilgreint tölvupóstfang þitt og því eigi ábendingin ekki erindi við þig. Eins er hugsanlegt að þú hafir hjálpað einhverjum við framtalsgerð nú eða á árum áður og gefið upp póstfang þitt og því síðan ekki verið breytt.
Ef brugðist er við á allra næstu dögum og gengið frá skilum á vefnum er mögulegt að framtal nái inn fyrir lok álagningarvinnu skattstjóra. Berist framtal of seint þá verða skattstofnar áætlaðir, en framtalið afgreitt og álögðum gjöldum breytt nokkru eftir álagningu, skv. reglum þar um.
Innskráning vegna vefframtals er á www.skattur.is
Hafi framtalinu nú þegar verið skilað biðjumst við afsökunar á ónæðinu.
Bestu kveðjur, ríkisskattstjóri
————————————————————————————–
Til einstaklinga sem hafa opnað framtal sitt á vefnum en ekki skilað því. Sent á 2.455 netföng.
Sent frá tölvupóstfangi: [email protected]
Subject: Ábending frá RSK
Ágæti viðtakandi.
Vakin er athygli á því að nú eru allir framtalsfrestir einstaklinga, endurskoðenda og bókara liðnir vegna skila á skattframtali 2008 og liggur fyrir að áætla þurfi skattstofna þeirra aðila sem ekki hafa skilað skattframtali.
Á hverju ári koma upp nokkur tilvik þar sem framteljandi hefur opnað skattframtal sitt á vefnum og eftir atvikum unnið í framtali sínu, en gleymt að skila því. Tölvupóstfang þitt hefur verið gefið upp í tengslum við framtal sem ekki hefur verið skilað. Ef ætlunin var að telja fram á vefnum biðjum við þig um að ganga frá skilum sem allra fyrst og staðfesta þau með viðeigandi veflykli. Einföld leið til þess að athuga hvort framtali hefur verið skilað, er að reyna að opna það. Sé hægt að opna það, þá hefur því ekki verið skilað.
Ekki er hægt að útiloka að einhver hafi fyrir mistök gefið upp tölvupóstfang þitt og því eigi ábendingin ekki erindi við þig. Eins er hugsanlegt að þú hafir hjálpað einhverjum við framtalsgerð nú eða á árum áður og gefið upp póstfang þitt og því síðan ekki verið breytt.
Ef brugðist er við á allra næstu dögum og gengið frá skilum á vefnum er mögulegt að framtal nái inn fyrir lok álagningarvinnu skattstjóra. Berist framtal of seint þá verða skattstofnar áætlaðir, en framtalið afgreitt og álögðum gjöldum breytt nokkru eftir álagningu, skv. reglum þar um.
Innskráning vegna vefframtals er á www.skattur.is
Hafi framtalinu nú þegar verið skilað biðjumst við afsökunar á ónæðinu.
Bestu kveðjur, ríkisskattstjóri
Kveðja, |