Search
Close this search box.

RSK – tvísköttunarsamningur ÍSL – USA 1.jan 09 ?

Meðfylgjandi er lokatexti tvísköttunarsamnings milli Íslands og BNA.
Enn er eftir að fullgilda hann og birta formlega.

Í frétt ráðuneytisins sem áður var ykkur send segir svo:
"Framundan er fullgildingarferli samningsins sem er afar ólíkt milli ríkjanna. Á Íslandi er samningurinn lagður fyrir ríkisstjórn til samþykktar og síðan birtur í Stjórnartíðindum eftir að löndin hafa skipst á fullgildingarskjölum. Í Bandaríkjunum er samningurinn aftur á móti lagður fyrir sérstaka þingnefnd (Foreign Relation Committee) til umræðu og samþykktar áður en hann er formlega fullgiltur. Ekki liggur fyrir hvenær næsti fundur þingnefndarinnar verður haldinn, en af hálfu Bandaríkjanna er vonast til að af honum geti orðið á fyrri árshelmingi 2008."    Sjá samninginn

Nánar um hvenær til framkvæmda komi:

Eins og fram kemur í 27.grein þessarar samningsgerðar skulu samningsríkin  tilkynna hvort öðru eftir diplómatískum leiðum þegar gildandi málsmeðferð hvors um sig er lokið.
Öðlast samningurinn  gildi þann dag þegar seinni tilkynningin  er dagsett og koma ákvæði hans til framkvæmda í báðum samningsríkjunum  að því er varðar staðgreiðslu- eða afdráttarskatta, vegna tekna sem aflað er 1. janúar eða síðar á því almanaksári sem fylgir næst á eftir því ári þegar samningurinn öðlast gildi og að Samningsríkin skulu skriflega tilkynna hvort öðru eftir diplómatískum leiðum þegar gildandi málsmeðferð hvors um sig er lokið.
Nánar tiltekið er að samningurinn öðlast gildi þann dag sem seinni tilkynningin sem vísað er til í 1. mgr. er dagsett og koma ákvæði hans til framkvæmda í báðum samningsríkjunum að því er varðar staðgreiðslu- eða afdráttarskatta, vegna tekna sem aflað er 1. janúar eða síðar á því almanaksári sem fylgir næst á eftir því ári þegar samningurinn öðlast gildi;og  að því er varðar aðra skatta, vegna skatta sem leggja má á vegna skattárs sem byrjar þann hinn sama 1. janúar eða síðar.
Hugtakið skattár er hér notað í hefðbundinni merkingu.
Þetta þýðir að tekjuárið 2009 yrði upphafsár almennrar framkvæmdar svo fremi sem áður greind tímaáætlun þeirra BNA manna standist  og að umrædd þingnefnd fullgildi samningsdrögin á sínum næsta fundi.

Síðan er ýmis frávik frá almennu reglunni að því er framkvæmdartímaviðmiðun varðar , sbr. ákvæði 4.og 4.mgr. téðrar 27.gr sem eru á þessa leið:
"3. Samningnum milli lýðveldisins Íslands og Bandaríkja Norður-Ameríku til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu á tekjur og eignir, sem var undirritaður 7. maí 1975 („fyrri samningurinn“), skal ekki lengur beitt að því er varðar sérhvern skatt frá þeim degi þegar samningi þessum er beitt að því er þann skatt varðar skv. 2. mgr. þessarar greinar. Hefði aðila, sem á rétt á ávinningi samkvæmt fyrri samningnum, borið réttur til meiri ávinnings samkvæmt honum en samningi þessum skal fyrri samningnum, að vali fyrrnefnds aðila, þrátt fyrir málsliðinn hér að framan, áfram beitt
34 í heild sinni að því er þann aðila varðar í 12 mánuði frá þeim degi þegar ákvæðum samnings þessa myndi annars hafa verið beitt skv. 2. mgr. þessarar greinar. Fyrri samningnum skal slitið þann dag þegar honum er beitt í síðasta sinn að því er varðar skatta í samræmi við framangreind ákvæði þessarar málsgreinar.
4. Þrátt fyrir gildistöku samnings þessa skal maður, sem á rétt á ávinningi skv. 21. gr. (Kennarar) fyrri samningsins þegar samningur þessi öðlast gildi, eiga áfram rétt á þeim ávinningi uns maðurinn myndi ekki lengur eiga rétt á ávinningi hefði fyrri samningurinn gilt áfram"

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur