Heimild til frestunar á tekjufærslu 2/3 gengishagnaðar var sett með ákvæði til bráðabirgða í 9. gr. laga nr. 61/2008 og nær til tekjuáranna 2007, 2008 og 2009. Lög þessi voru staðfest 7. júní, viku eftir að almennur framtalsfrestur lögaðila rann út, vegna tekjuársins 2007. Það liggur því í hlutarins eðli að á skattframtali lögaðila 2008 er ekki að finna sérstaka reiti til að skrá gengishagnað eða frestun á honum.
Við framtalsgerð 2008 verður sá háttur því hafður á að gengishagnaður, sem ekki er ætlunin að tekjufæra í framtali 2008, skv. þessari heimild, skal skráður sem "Aðrar leiðréttingar (lækkun)" í reit 4391. Í DK framtalsforritinu er þessi reitur á framhaldsblaðinu 4.14d en skýring á honum færð í sunduliðun á 4.14. Í skýringartexta skal þá skrá t.d. "Frestun á tekjufærslu 2/3 gengishagnaðar." Á skattframtölum 2009 og 2010 verða reitir til að færa hinn frestaða gengishagnað til tekna. Verður það nánar kynnt þegar þar að kemur.
Rétt er að benda á að reitur 4394, "Tekjufærsla áður frestaðs gengishagnaðar" er eingöngu vegna frestunar samkvæmt framtali 2006 og á ekki að nota í tengslum við hina nýju heimild.
Kveðja,
Ríkisskattstjóri.