Umsýslu- og eftirlitsgjald RSK vegna eftirlits með stöðlum.
 Að gefnu tilefni sendast hér með til upplýsinga og fróðleiks forsendur fyrir gjaldi sem lagt er á félög sem skyldug eru eða hafa heimild til að óska eftir að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. 
Gjaldið er innheimt þessa dagana.
Úr lögum nr 3/2006 um ársreikninga:
Umsýslu- og eftirlitsgjald. 
95. gr.
(1)    Gjaldskyldir aðilar samkvæmt lögum þessum skulu greiða árlegt umsýslu- og eftirlitsgjald. Skal gjaldið vera 100.000 kr. á hvert móðurfélag og 50.000 kr. á hvert dótturfélag innan samstæðu. 
(2)    Ársreikningaskrá sér um innheimtu gjaldsins og renna tekjur af gjaldinu í ríkissjóð. 
(3)    Gjalddagi umsýslu- og eftirlitsgjalds er 1. febrúar og eindagi 15. febrúar. Sé gjald greitt eftir eindaga hverrar greiðslu reiknast dráttarvextir á greiðsluna frá gjalddaga í samræmi við lög um vexti og verðtryggingu.