AUGLÝSING frá ríkisskattstjóra um reikning fyrninga og vaxta vegna fjármögnunarleigu fólksbifreiða gjaldárið 2007
Nr. 25 5. janúar 2007
AUGLÝSING
frá
ríkisskattstjóra um reikning fyrninga og vaxta vegna
fjármögnunarleigu
fólksbifreiða skv.
4. tölul. 50. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að eftirfarandi reglur skuli
gilda gjaldárið 2007 við
útreikning
frádráttarbærs hluta leigugreiðslna vegna fjármögnunarleigu á fólksbifreiðum
fyrir
færri en 9 menn að undanskildum
leigubifreiðum:
1. Fyrningargrunnur telst
vera kaupverð bifreiðar eins og það er ákveðið við kaup
leigusala (fjármögnunarleigufyrirtækis) á viðkomandi bifreið
að frádregnum áður
fengnum fyrningum.
2. Til frádráttar hjá leigutaka á rekstrarárinu
2006 telst 20% fyrning af fyrningargrunni
skv. 1. tölul. hér að framan, að viðbættum 13,9% vöxtum reiknuðum
hlutfallslega
miðað við upphaf eða lok
leigutíma á árinu 2006. Vextir reiknast af fyrningargrunni.
3. Fyrning skv. 2. tölul. hér að framan er heimil að fullu
rekstrarárið 2006 hvort sem
leigutímabilið
hefst eða því lýkur á því ári.
Reykjavík, 5. janúar 2007.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.
__________
B-deild – Útgáfud.: 19. janúar 2007