Eftir símtal við Þórunni Sigurðardóttir verkefnastjóra hjá Háskólanum í Reykjavík fékkst það staðfest að 60 aðilar hafa verið skráðir í réttindanám bókara þetta misserið. Munu þeir hefja eiginlegt nám þann 24. ágúst – en þeir sem velja að taka undirbúningsnámskeið hefja sitt nám 10. ágúst. Er það upplýsingahlutinn sem verður fyrstur í röðinni og eru það 3 starfsmenn Deloitte hf sem taka þann hluta að sér – þeir eru: Emil Viðar Eyþórsson (viðskiptafræðingur), Ágústa Berg (liðsstjóri áhættuþjónustu og innri endurskoðunar) og Jón Valdimarsson (kerfisfræðingur og ráðgjafi í áhættuþjónustu). Fyrirlesari í Skattskilum er Elva Ósk Wiium Lögfræðingur hjá Ernst & Young hf. og í reikningshaldinu er það Lúðvík Þráinsson endurskoðandi og meðeigandi hjá Deloitte hf. Lokapróf eru haldin eftir hvern hluta og er síðasta prófið haldið þann 17. desember. Kennt verður mánudaga og föstudaga og einstaka helgi.
IJO