Nú er úrvinnslu þriðja og síðasta áfanga prófanna lokið og niðurstöður hafa verið sendar.
Niðurstaða prófanna var sem hér segir:
|
Náðu 5 eða hærra |
Reiknishald |
81,54% |
Skattskil |
70,13% |
Upplýsingatækni |
84,72% |
Þann 23. janúar munu 40 manns útskrifast. Flestir þreyttu prófið í skattskilunum eða 77, en fæstir í reikningshaldinu eða 65.
Við viljum benda á 3.gr samþykkta félagsins : Félagsmenn eru þeir einir sem hafa hlotið viðurkenningu
fjármálaraðuneytis sem viðurkenndir bókarar og sem óska eftir aðild og
fullnægja skilyrðum samþykkta þessara.
Mun stjórn félagsins mæta við útskriftina og bjóða útskriftarnemur að sækja um aðild.