Search
Close this search box.

Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA)

Almenn ákvæði

1. gr.
1.1
Eftirfarandi samskipta- og agareglur, sem eru hluti af lögum Félags viðurkenndra bókara (fvb) gilda fyrir félagsmenn fvb og fyrirtæki þeirra. Markmið reglnanna eru sem hér segir:

a) Að stuðla að heiðarlegum og hreinskiptnum samskiptum félagsmanna fvb.
b) Að stuðla að því að félagsmenn fvb vinni störf sín af fagmennsku, kostgæfni og samviskusemi.
c) Að stuðla að góðu orðspori félagsmanna fvb.

2. gr.

2.1
Félagsmaður fvb skal vinna öll sín verk í samræmi við þessar samskipta- og agareglur.

2.2
Það er skylda hvers félagsmanns fvb að leitast við að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til starfa félagsmanna fvb á hverjum tíma.

a) Félagsmaður fvb skal í hvívetna halda lög og reglur sem að starfi hans og framkvæmd þess lúta.
b) Félagsmaður fvb skal vinna verk sín í samræmi við góða bókhalds- og  reikningsskilavenju.
c) Félagsmaður fvb skal vera hreinskilinn og heiðarlegur í starfi sínu og gæta réttsýni og hlutlægni í umsögnum sínum.
d) Félagsmaður fvb skal gæta þagmælsku um það er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt á að fara og láta það ekki þriðja aðila í té án sérstaks leyfis nema honum sé það skylt lögum samkvæmt.
e) Félagsmaður fvb skal vinna starf sitt í samræmi við þær reglur og staðla sem stjórnvöld og/eða félagið setja starfinu hverju sinni.
f) Félagsmanni fvb ber að viðhalda faglegri hæfni sinni og taka aðeins að sér þau störf sem hann eða fyrirtæki hans getur búist við að geta leyst á faglegan hátt.
g) Félagsmaður fvb skal gæta heiðurs félagsins og forðast að gera nokkuð það sem getur skaðað álit annara á því.

Samskipti innan félagsins

3. gr.
3.1
Óheimilt skal félagsmanni fvb að eiga frumkvæði að því að gengið sé á hlut annars félagsmanns.

4. gr.
4.1
Félagsmaður fvb má einungis gagnrýna störf annars félagsmanns fvb á málefnalegum grundvelli og skal forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til.


5. gr.

5.1
Sé félagsmaður fvb beðinn um að taka að sér sérstakt verkefni hjá einstaklingi, félagi eða stofnun sem nýtur þjónustu annars félagsmanns fvb sem honum er kunnugt um ber honum áður en verkið er hafið að fullvissa sig um að þeim félagsmanni fvb sé kunnugt um að honum hafi verið falið verkefnið.

5.2
Sé til þess mælst við félagsmann fvb að hann geri tilboð í verk sem til þess tíma hefur verið unnið af öðrum félagsmanni fvb skulu útreikningar tilboðsins unnir á viðurkenndan og eðlilegan hátt.

Tengsl við viðskiptavini

6. gr.
6.1
Hafi félagsmaður fvb að fyrra bragði samband við einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir sem þegar njóta þjónustu annarra félagsmanna fvb í því skyni að stofna til viðskiptasambanda skal hann sýna háttvísi í hvívetna og veita réttar og faglegar upplýsingar.  Sama á við gagnvart dánarbúi látins félagsmanns fvb, þrotabúi gjaldþrota félagsmanns fvb eða í hliðstæðum tilvikum.

Almannatengsl

7. gr.
7.1
Félagsmenn fvb og fyrirtæki þeirra skulu leitast við að láta starfsheiti sitt koma fram í auglýsingum, á skiltum og bréfsefni sínu.

Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA)

8. gr.
8.1
Laga-, samskipta- og aganefnd (LSA) skal kosin á aðalfundi félagsins og skipuð 3 mönnum
og 2 til vara. Nefndin skiptir með sér verkum.
Nefndarmaður skal sitja í a.m.k. 2 ár og er kosið um 1 mann annað árið og 2 hitt.
LSA skilar árlegri skýrslu til aðalfundar um málafjölda og afgreiðslu mála.

8.2
Formaður LSA kallar nefndina saman og ákveður fundarstað og tíma. Vinna nefndarinnar getur farið fram eftir þeim samskiptaleiðum sem hentugastar þykja hverju sinni.

8.3
Umræður í LSA eru frjálsar og ekki skal skrá fundargerðir.


Kæruákvæði

9. gr.
9.1
Kærur vegna brota á reglum þessum getur sérhver félagsmaður í fvb og stjórn fvb lagt fram.

9.2
Kærur skulu sendar LSA og viðkomandi félagsmanni með sannanlegum hætti og skulu teknar fyrir svo fljótt sem verða má.

9.3
Á nefndarfundum skulu nefndarmenn víkja af fundi um mál sem snerta þá sjálfa, maka þeirra, ættingja, þá sem þeir starfa með í félagi eða reka starfsemi með undir sameiginlegu nafni, starfsmenn þeirra, vinnuveitendur, yfirmenn eða nokkra aðra sem störf þeirra hafa bein áhrif á og eiga beinna hagsmuna að gæta.

9.4
LSA skal ekki álykta um aðgerðir gegn félagsmanni fvb fyrr en hann hefur verið kallaður fyrir nefndina með ábyrgðarbréfi og honum gefinn kostur á að tjá sig um málið eða koma fram andmælum innan 3 vikna frá dagsetningu bréfsins.

9.5
LSA skal fyrst reyna sættir með aðilum. Takist það ekki skal nefndin úrskurða um kæruatriði. Niðurstaða nefndarinnar getur falist í:
a) skriflegri viðvörun
b) útstrikun af lista yfir félagsmenn fvb, sbr. 6. grein laga fvb

Sætti annar hvor aðilinn sig ekki við niðurstöðu getur hann vísað ágreiningi til stjórnar fvb innan 3 vikna frá dagsetningu úrskurðar. Stjórnin getur kallað eftir frekari gögnum, tekur málið síðan til úrskurðar og er sú niðurstaða endanleg.


Breytingar

10. gr.
10.1
Breytingar á samskipta- og agareglum þessum skal gera á sama hátt og mælt er fyrir um breytingar á lögum fvb.

Samþykkt á framhaldsaðalfundi fvb 16. janúar 2014.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur