Dagsetning: 2018-01-25
Tími frá: 09:00 – 12:00
Staðsetning: Grand Hótel – Hvammur, Sigtúni 38
Verð: 5000
Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins
Síðasti skráningardagur: 2018-01-24
Lýsing
Námskeið verður haldið á Grand Hótel – Hvammur
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 kl. 9:00 – 12:00
ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina
Námskeiðsefni:
Kl. 08:30-9:00 Morgunverðarhlaðborð
kl. 9-10:30 Elín Alma Arthursdóttir sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra kynnir
nýjustu skattalagabreytingar 2018
kl. 10:35-10:40 Kaffihlé
kl. 10:40-12:00 Ný persónuverndarlög: Yfirlit og praktísk nálgun
Farið verður yfir megininntak laganna, kröfur sem þau hafa í för með sér og persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með hliðsjón af þeim. Rætt verður hvað beri að varast, hverju þurfi mögulega að breyta og hvernig rétt sé að bregðast við. Farið verður í gegnum hvernig hægt er að hefja undirbúning fyrir þessi nýju lög strax í dag með einföldum skrefum.
Leiðbeinendur: Jóhannes Stefánsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í persónuvernd og Jón Kr. Ragnarsson upplýsingaöryggisstjóri hjá Þekkingu.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 5.000.- aðrir greiða kr. 9.000.-
Námskeiðið gefur 4,5 endurmenntunarpunkta.
Skráning er á vef FVB til og með 23. janúar. Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin