Search
Close this search box.

Skattar 2014


Skattabreytingar á haustþingi

30.1.2014

  • Hús

Á haustþingi voru lögð fram fjölmörg frumvörp sem sneru að skattamálum og urðu flest þeirra að lögum í lok ársins. Hér verður farið yfir helstu efnisbreytingar sem í þeim fólust.

Tekjuskattur einstaklinga. Ýmsar breytingar voru samþykktar á tekjuskattlagningu einstaklinga. Skatthlutfall ríkisins í skattþrepi 2 var lækkað um 0,5 prósentustig, eða úr 25,8% í 25,3% auk þess sem neðri tekjuviðmiðunarmörk þrepsins voru hækkuð sérstaklega í 290 þús.kr. á mánuði. Þá lækkaði hlutfall ríkisins í skattþrepi 1 um 0,04 prósentustig um leið og hámarksútsvar sveitarfélaga hækkaði um 0,04 prósentustig. Aftur á móti hækkar meðalútsvar í staðgreiðslu einungis um 0,02 prósentustig sem þýðir að svigrúm sveitarfélaga til hækkunar var ekki nýtt að fullu. Í eftirfarandi töflu koma fram helstu viðmiðunarstærðir tekjuskatts fyrir árið 2014 samanborið við árið 2013.

  2013

2014

Útsvar

14,42%

14,44%

Tekjuskattur þrep 1

22,90%

22,86%

Tekjuskattur þrep 2

25,80%

25,30%

Tekjuskattur þrep 3

31,80%

31,80%

Tekjuviðmiðunarmörk í þrepi 1, kr.

241.475

290.000

Tekjuviðmiðunarmörk í þrepi 2, kr.

498.034

494.619

Tekjuviðmiðunarmörk í þrepi 3, kr.

739.509

784.619

Persónuafsláttur, kr. á mánuði

48.485

50.498

Frítekjumark vaxtatekna, kr.

100.000

125.000

Frítekjumark barna yngri en 16 ára, kr.

100.745

180.000

Af fyrstu 290.000 kr. mánaðartekjum er reiknaður 37,3% tekjuskattur, af næstu 494.619 kr. er reiknaður 39,74% tekjuskattur og af fjárhæð umfram 784.619 kr. er reiknaður 46,24% tekjuskattur. Persónuafsláttur hækkar um 2.013 kr. á mánuði eða um 4,2%. Hér fyrir neðan eru dæmi um áhrif þessara breytinga á ráðstöfunartekjur einstaklinga og hjóna. Hjá einstaklingi með 350 þús.kr. tekjuskattsstofn eftir að búið er að draga frá iðgjald í lífeyrissjóð, aukast ráðstöfunartekjur um 3.766 kr á mánuði eða um 45 þús.kr. á ári. Ráðstöfunartekjur einstaklings með 550 þús.kr. tekjuskattsstofn aukast um 4.726 kr. á mánuði eða 56.716 þús.kr. á ári.

Einstaklingur

Desember 2013

Janúar 2014

Desember 2013

Janúar 2014

Tekjuskattsstofn

350.000

350.000

550.000

550.000

         
Útsvar

50.470

50.540

79.310

79.420

Tekjuskattur samtals

133.767

132.014

214.207

211.494

Persónufrádráttur

48.485

50.498

48.485

50.498

Tekjuskattur samtals

85.282

81.516

165.722

160.996

         
Ráðstöfunartekjur

264.718

268.484

384.278

389.004

Breyting á ráðstöfunartekjum, kr

  3.766

  4.726

Breyting á ráðstöfunartekjum, %

  1,4%

  1,2%

Aukning ráðstöfunartekna á ári, kr.

  45.195

  56.716

Ráðstöfunartekjur hjóna, þar sem tekjuhærri aðilinn er með 450 þús.kr. í tekjuskattsstofn og tekjulægri aðilinn er með 350 þús.kr. í tekjuskattsstofn aukast um 8.013 kr. á mánuði eða 96.151 kr. á ári og hjá hjónum, þar sem tekjuhærri aðilinn er með 750 þús.kr. í tekjuskattsstofn og tekjulægri aðilinn með 350 þús.kr. í tekjuskattsstofn, aukast ráðstöfunartekjur þeirra um 116.071 kr. á ári.

Hjón

Desember 2013

Janúar 2014

Desember 2013

Janúar 2014

Tekjuskattsstofn

800.000

800.000

1.100.000

1.100.000

         
Útsvar

115.360

115.520

158.620

158.620

Tekjuskattur samtals

307.754

303.768

428.414

422.768

Persónufrádráttur

96.970

100.996

96.970

100.996

Tekjuskattur samtals

210.784

202.772

331.444

321.772

         
Ráðstöfunartekjur

589.215

597.228

768.556

778.228

Breyting á ráðstöfunartekjum, kr

  8.013

  9.673

Breyting á ráðstöfunartekjum, %

  1,4%

  1,3%

Aukning ráðstöfunartekna á ári, kr.

  96.151

  116.071

Nánari upplýsingar um tekjuskatt einstaklinga. (Í vefriti 23 12 sl)

Þær breytingar urðu einnig um áramót að frítekjumark barna yngri en 16 ára, hækkar í 180 þús.kr. á ári, en frítekjumarkið hafði ekki breyst síðan 2004. Ennfremur var frítekjumark vaxtatekna hækkað um 25 þús.kr. á ári, en sú breyting hefur ekki áhrif fyrr en á árinu 2015.

Engar breytingar voru gerðar á viðmiðunum barnabóta og vaxtabóta að öðru leyti en því að tekjuskerðingarhlutfall vaxtabóta var hækkað um 0,5 prósentustig, eða úr 8% í 8,5%. Sú breyting hefur þau áhrif að vaxtabætur til tekjuhærri fjölskyldna lækka í einhverjum tilvikum.

Að lokum er vert að nefna breytingu á skattlagningu arðsúthlutunar til starfandi hluthafa. Frá árinu 2010 hefur verið í gildi svokölluð 20/50 regla, en í henni fólst að ef heimil arðsúthlutun úr hlutafélagi eða einkahlutafélagi fór samtals yfir 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkomandi félags taldist það sem umfram var til helminga laun og arður. Þessi regla gilti um þá sem bar að reikna sér laun sem starfandi hluthafar. Reglan hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hún var tekin upp, bæði fyrir að vera flókin, en einnig fyrir það að stuðla að því að fyrirtæki skipti um rekstrarform eða hætti úthlutun arðs í þeim eina tilgangi að komast hjá því að beita reglunni. Í ljósi þess var tekin sú ákvörðun að fella þessa reglu brott, en samhliða því yrði farið í endurskoðun á reglum um reiknað endurgjald.

Tekjuskattur fyrirtækja. Hér er rétt að nefna tvær breytingar sem snúa að veigamiklum þáttum í tekjuskatti lögaðila.

Annars vegar eru ný ákvæði um milliverðlagningu ásamt skilgreiningu á tengdum lögaðilum og reglum um skjölun. Með lögfestingu þeirra verða leikreglur þeirra fyrirtækja sem eiga viðskipti við tengda aðila skýrari auk þess sem skattyfirvöldum verður heimilt að gera leiðréttingar á skattskilum tengdra aðila þegar verðlagning og/eða skilmálar í viðskiptum eða fjárhagslegar ráðstafanir þeirra eru frábrugðnar því sem ætla mætti að hefði verið í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Jafnframt er tekin upp skjölunarskylda vegna verðlagningar milli tengdra aðila þegar um er að ræða stór fyrirtæki (með árlega veltu eða heildareignir yfir 1 milljarði króna).

Hins vegar eru reglur um skattlagningu við samruna yfir landamæri, þar sem lögfest var sú breyting að við samruna hlutafélags yfir landamæri, við hlutafélög í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum, verði lagður tekjuskattur á óinnleystan hagnað sem til hefur orðið hér á landi eins og verið hefur, en veittur allt að fimm ára greiðslufrestur á skattinum sé þess óskað. Með lagabreytingunni er komið til móts við dóm EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp þann 2. desember 2013, þar sem niðurstaðan var sú að íslenskar reglur um skattlagningu við samruna félaga brytu í bága við EES-samninginn. Þessi skattalega meðferð er í samræmi við þær reglur sem nágrannaríki okkar hafa lögfest, m.a. í þeim tilgangi að koma í veg fyrir skattasniðgöngu.

Stimpilgjald. Ný lög um stimpilgjald fela í sér viðamiklar breytingar á núverandi gjaldtöku, m.a. með afnámi stimpilgjalds af lánsskjölum, samhliða hækkun stimpilgjalds á skjölum er varða eigendaskipti á fasteign eða skipum yfir ákveðnum stærðarmörkum. Fjallað var ítarlega umefni þessara nýju laga í nýlegu vefriti ráðuneytisins.

Tryggingagjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa. Ýmsar breytingar voru samþykktar á álagningu skatta/gjalda sem lögð eru á laun og hvers konar hlunnindi tengd vinnuframlagi. Er þar átt við tryggingagjald og gjald í Ábyrgðasjóð launa. Í heild lækka gjöldin um 0,1 prósentustig á árinu 2014, um 0,1% prósentustig til viðbótar á árinu 2015 og 0,14 prósentustig á árinu 2016, eða samtals um 0,34 prósentustig. Með þessum breytingum er allt að 4 milljörðum króna létt af íslensku atvinnulífi. Í eftirfarandi töflu kemur fram hver þróun einstakra gjaldhlutfalla verður miðað við nýlögfestar breytingar fram til ársins 2016. Nánari upplýsingar er einnig að finna í fréttatilkynninguráðuneytisins.

Tryggingagjald

2013

2014

2015

2016

Tryggingagjald, almennt

5,29%

6,04%

6,04%

5,90%

Atvinnutryggingagjald

2,05%

1,45%

1,35%

1,35%

Markaðsgjald

0,05%

0,05%

0,05%

0,05%

Gjald í Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota

0,30%

0,05%

0,05%

0,05%

Gjöld lögð á tryggingagjaldsstofninn alls

7,69%

7,59%

7,49%

7,35%

Skattar á fjármálafyrirtæki. Veigamiklar breytingar voru gerðar á lögum um skattlagningu fjármálafyrirtækja undir lok árs 2013 sem koma til framkvæmda á þessu ári. Annars vegar var um að ræða lækkun á fjársýsluskatti, sem lagður er á laun, úr 6,75% í 5,5%, en sá þáttur fjársýsluskattsins sem leggst á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð helst óbreyttur. Rétt er að nefna að fjársýsluskatturinn leggst einnig á tryggingafélög. Hins vegar er veruleg hækkun á sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki, eða svokölluðum bankaskatti, úr 0,041% í 0,376% af heildarskuldum þeirra í árslok. Jafnframt var skattstofninn breikkaður þannig að nú tekur hann líka til lögaðila í slitameðferð. Frískuldamark bankaskattsins er 50 ma.kr. Frekari umfjöllun um framangreindar breytingar mun birtast síðar í vefriti ráðuneytisins.

Aðrar breytingar, þ.m.t. gjaldskrárbreytingar. Nefskattar og krónutölugjöld hækka ekki sjálfvirkt í takt við verðlag og því þarf að gera á þeim verðlagsuppfærslu með lagabreytingu um hver áramót eigi þau að halda óbreyttu raungildi. Hækkunin milli 2013 og 2014 nemur 3%. Helstu gjaldskrárbreytingar á árinu 2014 eru sýndar í eftirfarandi töflu. Einnig má nefna að kílómetragjald hækkar um sama hlutfall.

  2013

2014

Bensíngjald

   
almennt

24,46 kr

25,20 kr

sérstakt

39,51 kr (blýlaust)

40,70 kr (blýlaust)

Olíugjald

54,88 kr

56,55 kr

Kolefnisgjald

   
gas- og dísilolía

5,75 kr

5,90 kr

bensín

5,00 kr

5,15 kr

brennsluolía

7,10 kr

7,30 kr

Jarðolíugas, annað loftkennt
kolvatnsefni

6,30 kr

6,50 kr

Bifreiðagjald

   
eigin þyngd < 3.500 kg.

5.255 kr/ 126 kr

5.415 kr/ 130 kr

eigin þyngd >3.500 kg.

49.229kr/ 2,10kr/ 77.495kr

50.705kr/ 2,16kr/ 79.820kr

Tóbaksgjald

   
vindlingar

439,83 kr

453,00 kr

neftóbak

14,42 kr

14,85 kr

annað tóbak

15,73 kr

16,20 kr

vindlingar – tollafgreiðsla

552,48 kr

569,05 kr

annað tóbak – tollafgreiðsla

27,62 kr

28,45 kr

Áfengisgjald

   
Öl

91,33 kr

94,05 kr

Vín

82,14 kr

84,60 kr

annað áfengi

111,85 kr

115,20 kr

Raforkuskattur

0,126 kr

0,130 kr

Útvarpsgjald

18.800 kr

19.400 kr

Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra

9.604 kr

9.911 kr

Aðrar breytingar sem rétt er að nefna eru eftirfarandi: 
a.        Skilagjald á ökutæki hækkaði um 5.000 kr. eða í 20.000 kr. 
b.        Skráningargjald í opinbera háskóla hækkar um 15.000 kr., í 75.000 kr. á árinu 2014.

Taka þarf fram að ráðuneytið er nú að vinna að endurskoðun á þeim gjaldskrárbreytingum sem hér hafa verið taldar upp í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21.desember sl., til þess að minnka verðlagsáhrif þeirra.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur