Search
Close this search box.

Skattareglur um gistingu í heimahúsum

Reglurnar sem eru í ofangreindum kafla og varða heimagistinguna tóku gildi 1. janúar 2017. Gilda þær  um leigutekjur á þessu ári (álagning 2018).  


Þannig eru þeim gerð skil :“Heimagisting”

Ef útleiga manns á húsnæði fellur undir þær reglur sem gilda um heimagistingu samkvæmt lögum um

 veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og hún hefur verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer

telst vera um að ræða fjármagnstekjur sem skattlagðar eru sem slíkar, án nokkurs frádráttar. Skilyrði er m.a

að heildartekjur af útleigunni séu ekki umfram 2.000.000 kr. á tekjuárinu hvort sem leigð er út ein eða tvær fasteignir.

 Ef eignin/eignirnar er í eigu fleiri en eins manns þarf að taka tillit til heildartekna allra eigenda og fari þær samtals

 yfir 2.000.000 kr. á tekjuárinu skal fara með útleiguna eins og atvinnurekstrartekjur hjá þeim öllum.

Ef heildarleigutekjur af útleigu til ferðamanna fara yfir 2.000.000 kr. á tekjuárinu, eða sýslumaður fellir niður skráningu

viðkomandi eignar sem heimagistingar, þá teljast allar tekjur af útleigunni til atvinnurekstrartekna.  

Teljist útleiga manns á húsnæði til ferðamanna ekki til heimagistingar samkvæmt þeim reglum sem um hana gilda

 er um að ræða atvinnurekstrartekjur sem gera ber upp eftir því sem um slíkar tekjur gildir. ” 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur