Námskeið fræðslunefndar – 4. Nóvember 2025
Ekki missa af þessu – skráðu þig strax!
SKATTMAT, HLUNNINDI OFL.
Vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að bjóða uppá endurtekningu á námskeiði sem Guðbjörg Þorsteinsdóttir hjá Deloitte var með hjá okkur 11. júní sl.
NÁMSKEIÐIÐ ER HALDIÐ ÞRIÐJUDAGINN 4. NÓVEMBER KL. 9-11
AÐEINS Í GEGNUM FJARFUNDABÚNAÐ
Guðbjörg mun fara yfir skattmatið og hlunnindamálin auk raunhæfra dæma úr skattframkvæmdinni þ.e. hvað skatturinn er að einblína á. Hún mun einnig fara aðeins yfir séreignarlífeyrissjóðinn.
Fyrirlesari: Guðbjörg Þorsteinsdóttir lögmaður og eigandi hjá Deloitte
Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarfundabúnað, þriðjudaginn 4. nóvember nk. frá kl. 9.00 – 11.00.
Linkur til að taka þátt í námskeiðinu verður sendur út mánudaginn 3. nóvember.
Athugið að við þurfum að ná lágmarks þátttöku til að geta haldið þetta námskeið.
Verð fyrir félagsmenn kr. 6900. – Fyrir fólk utan félags kr. 8.900.-
ATH. Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu.
Námskeiðið gefur 3,0 endurmenntunarpunkta
Skráning er á vef FVB til og með sunnudagsins 2. nóvember nk.
Fræðslunefndin