Ágæti viðtakandi.
Nú gefst einstakt tækifæri til að hlýða á og ræða við sérfræðinga Nordic Smart Government & Business í stafrænni umbreytingu fyrirtækja og stofnana.
Fjarfundir verða haldnir í október 2024. Á fundunum, alls fimm talsins, verður m.a. fjallað um megin afurðir verkefnavinnu Nordic Smart Government & Business.
Dagskráin er sem hér segir:
- 8. október kl. 11:00-12:00
Að auðvelda líf norrænna fyrirtækja – Noregur sem prófunarvettvangur
- 9. október kl. 11:00-12:30
Í þágu viðskiptatrausts – Bætt aðgengi að upplýsingum úr skrám hins opinbera
- 10. október kl. 9:30-10:15
Rafræn viðskiptaskjöl – Auðveldari, öruggari og skilvirkari viðskipti yfir landamæri
- 11. október kl. 8:00-8:45
Niðurstöður tilraunaverkefna um stafræn skil á upplýsingum um virðisaukaskattsskyld viðskipti til skattyfirvalda
- 22. október kl. 8:00-8:45
Leiðbeiningar um virðisaukaskatt og endurgreiðslur – Undirbúningur fyrir framtíðina
Fundirnir fara fram á ensku. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Nánari upplýsingar og skráning á vef fyrirtækjaskrár í Svíþjóð.
Við hvetjum þig til að taka þátt í mikilvægu samtali opinberra aðila og einkaaðila um stafvæðingu í þágu atvinnulífs og samfélags. Þá þiggjum við með þökkum að þú deilir fundarboðinu.
Fyrir hönd landsteymisins,
Linda Rut Benediktsdóttir
Kveðja / Regards