Search
Close this search box.

Skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2016

Skil atvinnumanna á skattframtölum viðskiptamanna 2016
Reykjavík, 3. mars 2016

I. Almennt

Álagning opinberra gjalda einstaklinga hefur verið færð fram um einn mánuð samkvæmt lögum nr. 124/2015 og verður 30. júní ár hvert, í fyrsta sinn á árinu 2016. Við þær aðstæður er óhjákvæmilegt að stytta alla skilafresti, hvort heldur um er að ræða framteljendur sjálfa eða fagaðila sem annast framtalsgerð þeirra.

Þá er óhjákvæmilegt að upplýsingar úr skattframtölum lögaðila sem notaðar eru til hagstjórnar, berist ríkisskattstjóra fyrr en verið hefur. Á það við um alla lögaðila en þó sérstaklega þá stærri. Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að öllum skattframtölum stórra lögaðila skuli skilað eigi síðar en fyrir lok maí 2016.

Ríkisskattstjóri hefur á grundvelli samstarfssamnings við Félag löggiltra endurskoðenda, FLE, og viðræðna við Félag bókhaldsstofa, FBO, ákveðið með vísan til framanritaðs að fagaðilar, þ.m.t. endurskoðendur og bókarar, fái vissa heimild til rýmri framtalsskila. Eru þær sérstöku heimildir þannig umfram almenna framtalsfresti, sbr. auglýsingu ríkisskattstjóra dags. 29. febrúar 2016. Hafa af þessu tilefni verið settar nýjar viðmiðanir og skilyrði, svo sem síðar greinir í bréfi þessu í köflum II. – V.

Notkun frestlista verður hætt á framtalsárinu 2017 og í þeirra stað verða teknir upp skilalistar. Í því hugtaki felst að fagaðili sendir ríkisskattstjóra lista yfir þá lögaðila sem hann hefur í hyggju að skila skattframtali fyrir. Þetta mun koma þannig til framkvæmda að ári liðnu.

Ríkisskattstjóri telur ekki þörf á frestlistum á árinu 2016. Ef fagaðilar kjósa svo er þeim heimilt að senda lista yfir umbjóðendur sína fyrir 31. mars n.k. og þá einvörðungu til að njóta þjónustu embættisins vegna skilalykla og afstemminga.

II. Sérstök skilyrði

Framlenging á almennum skilafresti tekur til þeirra endurskoðenda og bókara sem fallast á að fara að þeim skilyrðum sem með bréfi þessu eru sett. Framlenging á skilum á skattframtölum 2016 miðast alfarið við rafræn skil, nema í afmörkuðum undantekningartilfellum.

Skattframtali 2016, sem skilað er í framlengdum skilafresti, skal þannig skilað á rafrænu formi. Jafnframt skal undantekningalaust einnig skila viðkomandi fylgiblöðum framtalsins, þar með talið ársreikningi ef það á við, með rafrænum hætti.

Einnig er vakin athygli á mikilvægi þess að staðið sé skil á ársreikningum til Ársreikningaskrár með rafrænum hætti, samhliða skilum á ársreikningi með skattframtali í samræmi við lögbundinn skilafrest.

III. Um skil á skattframtölum 2016


1.        Skattframtölum stærri lögaðila skal skilað frá 1. mars til 31. maí í samræmi við jafna dreifingu. Stórir lögaðilar eru þeir sem eru með veltu yfir 600 milljónum kr. og eignir yfir 300 milljónum kr., sbr. 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. ársreikningalaga nr. 3/2006.
2.        Skattframtölum minni lögaðila, þ.e. undir framangreindum stærðarmörkum, skal skilað með hlutfallslegum hætti og jafnri dreifingu frá upphafi framtalstímabils 1. mars til 10. september. Skil skulu að lágmarki hafa náð: 
a.        10 % fyrir 31. maí
b.        20% fyrir 30. júní
c.        55% fyrir 15. ágúst
d.        100% hinn 10. september.
3.        Framtölum einstaklinga utan atvinnurekstrar skal skilað með jöfnum hætti innan framtalstímabilsins 1. mars til 7. apríl og framtölum einstaklinga með atvinnurekstur með sama hætti til 18. apríl.Endurskoðendur og bókarar skulu fyrir 15. apríl hafa látið ríkisskattstjóra í té netföng allra þeirra lögaðila, sem þeir annast skil fyrir.

IV. Almenn skilyrði

Almennt skal gæta eftirfarandi atriða við skil á framtölum, ársreikningum og öðrum framtalsgögnum:

  • Skattframtali einstaklinga í atvinnurekstri skal fylgja ársreikningur auk tilskilinna fylgiskjala. Réttilega útfyllt eyðublað RSK 4.11, sem uppfyllir jafnframt öll skilyrði III. kafla laga um bókhald, telst fullnægjandi ársreikningur í þessu tilliti. Sé eðli starfseminnar hins vegar þannig að sundurliðun á tekjum, gjöldum, eignum og skuldum samkvæmt RSK 4.11 gefi ekki skýra mynd af henni skalsérstakur ársreikningur ásamt skýringum og sundurliðunum fylgja framtali ásamt RSK 4.11.
  • Framtali hvers lögaðila skal fylgja undirritaður ósamandreginn ársreikningur ásamt skýringum og sundurliðunum. Fjárhæðir á RSK 1.04 skulu þannig grundvallast á ársreikningi hvers einstaks lögaðila vegna rekstrar hans – óháð því, hvort framteljandi hefur stöðu móður- eða dótturfélags innan fyrirtækjasamstæðu. Í þeim tilfellum, þegar ríkisskattstjóri hefur heimilað samsköttun, skv. 55. gr. laga nr. 90/2003, skal að auki fylgja samstæðureikningur.
  • Sé ekki sent rafrænt skannað og undirritað afrit ársreiknings skal sendandi tilgreina í ársreikningi nöfn stjórnarmanna og staðfesta jafnframt við sendingu hins rafræna afrits að undirritað frumeintak sé til staðar.
  • Ársreikningi og öðrum nauðsynlegum fylgiskjölum lögaðila skal skila rafrænt (nema í skilgreindum undantekningartilvikum) á sama tíma og skattframtali.
  • Rafrænum ársreikningum er skilað annað hvort samhliða sendingu skattframtals úr framtalsforriti eða á þjónustuvefnum skattur.is og á það jafnt við um ársreikninga lögaðila sem og ársreikninga einstaklinga í atvinnurekstri.
  • Framtalsgögn verði í öllum ofangreindum undantekningartilfellum einnig merkt þeim sem framtalsgerð annast.

V. EftirfylgniAlmenn ákvæði X. – XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, gilda þegar frestum sleppir.

Ríkisskattstjóri mun senda framteljendum ábendingar þegar skilafrestur er að renna út og afrit slíkra tölvupósta fer einnig til viðkomandi endurskoðenda og bókara. Jafnframt mun einstökum endurskoðendum og bókurum verða gerð grein fyrir stöðu skila og frávikum þeirra eftir því sem ástæða er til.

Ríkisskattstjóri hefur þann fyrirvara á að komi í ljós að einstakir endurskoðendur eða bókarar fylgi ekki ofangreindum skilmálum, m.a. um jöfn skil með viðunandi hætti, þá verði ekki talið unnt að veita viðkomandi fagaðila frekari framlengingu á skilum umfram almenna skilafresti á komandi árum.

Ríkisskattstjóri

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur