Hér verður sýnt hvernig félagsmenn geta skráð sig á viðburði:
- Fyrst þarf að velja Viðburðir úr annað hvort aðalvalmynd eða með því að smella á viðburðahnappinn á forsíðunni.
- Ef viðkomandi er ekki innskráður þarf hann að logga sig inn fyrst með notandanafni (eða netfangi) og lykilorði.
- Þegar því er lokið er hægt að velja viðeigandi viðburð úr flettilistanum til hægri.
- Allar upplýsingar um félagsmanninn birtast sjálfkrafa í viðeigandi reitum, en gott er að ganga úr skugga um að þær séu réttar. Ef það þarf að gera varanlegar breytingar á t.d. heimilisfangi, netfangi, oþh. þarf að gera þær breytingar á Mínar síður (sjá leiðbeiningar hér).
- Þegar allt hefur verið rétt skráð er smellt á hnappinn Skrá mig.
Mikilvægt! Fyrir ofan hnappinn er áminning um að skráningin sé ekki endanleg ef engin staðfesting berst félagsmanninum í tölvupósti. Það er því bæði nauðsynlegt að félagsmaðurinn hafi skráð gilt netfang og að hann skoði tölvupóstinn sinn til að tryggja að þessi staðfesting hafi borist. - Þegar skráningu er lokið birtast þessi skilaboð
- Og svona lítur staðfestingin í tölvupóstinum út:
Allar fyrirspurnir sendist á vefstjori[@]fvb.is