Search
Close this search box.

Úrskurður yfirskattanefndar,. Söluréttarsamningur vegna hlutabréfa.

Úrskurður yfirskattanefndar,. Söluréttarsamningur vegna hlutabréfa. Hækkun við innlausn talin launagreiðslur.

Meðfylgjandi er reifun á nýlegum yfirskattanefndarúrskurði sem varðar starfskjör . Málið er nr 117 frá 27.05. sl. 

Kærandi, sem var forstjóri X hf., keypti hlutabréf í félaginu á genginu 3,15 á árinu 2003. Fóru kaup hlutabréfanna fram á grundvelli söluréttarsamnings milli kæranda og X hf. sem veitti kæranda rétt til að selja félaginu hin keyptu hlutabréf á sama gengi, þ.e. genginu 3,15, að tveimur árum liðnum. Voru kaup hlutabréfanna fjármögnuð með eingreiðsluláni frá Z-banka hf. og hlutabréfin sett bankanum að handveði auk þess sem kærandi framseldi bankanum hinn umsamda sölurétt að hlutabréfunum til tryggingar láninu. Á árinu 2004 varð að samkomulagi með kæranda og X hf. að fallið yrði frá kvöð í söluréttarsamningi aðila um tveggja ára eignarhaldstíma hinna keyptu hlutabréfa og í kjölfarið seldi kærandi X hf. hlutabréfin á genginu 6,55 og greiddi upp lánið frá Z-banka hf. Tilgreindi kærandi hagnað af sölu hlutabréfanna að fjárhæð 47.600.000 kr. sem fjármagnstekjur í skattskilum sínum árið 2005. Í úrskurði yfirskattanefndar var fallist á með ríkisskattstjóra að kæranda hefði borið að færa sér umrædda fjárhæð til tekna sem launatekjur í skattframtalinu þar sem líta yrði svo á að samkomulag kæranda og X hf. um niðurfellingu söluréttar á árinu 2004 hefði í skattalegu tilliti falið í sér nýtingu kæranda á kauprétti að hlutabréfunum í X hf. sem kærandi hefði í raun öðlast á árinu 2003 vegna starfa í þágu félagsins, sbr. 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. og 9. gr. laga nr. 90/2003. Kom fram í úrskurðinum að þótt kærandi hefði að nafninu til verið kaupandi hlutabréfanna í X hf. á árinu 2003 og skuldari láns frá Z-banka hf. sem tekið var í tengslum við kaupin hefði fjárhagsleg ábyrgð og áhætta hans af viðskiptunum í raun verið hverfandi. Í því sambandi var m.a. vísað til þess að framsal kæranda á sölurétti að hlutabréfunum til Z-banka hf. til tryggingar endurgreiðslu lánsins, auk alls fjármagnskostnaðar af því, hefði í raun falið í sér óskoraða ábyrgð vinnuveitanda kæranda, X hf., á endurgreiðslu lánsins, en fram kom í söluréttarsamningi kæranda og X hf. að við nýtingu söluréttar samkvæmt samningnum skyldi verð á hlut breytast þannig að sölugengi hækkaði um sem svaraði til fjármagnskostnaðar samkvæmt lánssamningi sem X hf. hefði útvegað kæranda hjá Z-banka hf. Þá hefðu arðgreiðslur af hlutabréfunum í reynd ekki runnið til kæranda heldur til greiðslu afborgana og vaxta af láni Z-banka hf. sem X hf. hefði í raun borið ábyrgð á vegna söluréttar sem félagið hefði veitt kæranda og framseldur var Z-banka hf. í tengslum við fjármögnun viðskiptanna. Þá hefði umræddur söluréttur falið í sér að áhætta af lækkun hlutabréfaverðs í X hf. í viðskiptunum hefði alfarið hvílt á félaginu sjálfu. Var kröfum kæranda í málinu hafnað að öðru leyti en því að fallist var á varakröfu hans um niðurfellingu tilfærðs arðs af hlutabréfunum í skattframtali árið 2005 auk þess sem 25% álag var fellt niður.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur