Search
Close this search box.

Staðgreiðsla 2017 frétt frá fjármrn.


Staðgreiðsluhlutfall ársins 2017 í heild, þ.e. samanlagt hlutfall tekjuskatts og meðalútsvars, verður 36,94% á tekjur í neðra þrepi og 46,24% á tekjur í efra þrepi. 
Persónuafsláttur verður 52.907 kr. á mánuði.

Útsvarsprósentur




http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/22401

Samkvæmt gildandi lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.
Á grundvelli þess verður persónuafsláttur 634.880 kr. fyrir árið 2017, eða 52.907 kr. á mánuði.
 Persónuafsláttur einstaklinga hækkar um 11.838 kr. milli áranna 2016 og 2017, eða um 987 kr. á mánuði og nemur hækkunin 1,9%
Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða samkvæmt því 149.192 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldsgreiðslu launþega í lífeyrissjóð samanborið við 145.659 kr. á mánuði árið 2016.
Hækkun skattleysismarka milli ára nemur 2,4%.
Þegar tekjur ná skattleysismörkum byrjar launþegi að greiða útsvar til sveitarfélags síns. Hann byrjar hins vegar ekki að greiða tekjuskatt til ríkisins fyrr en tekjur ná 244.940 kr. á mánuði.
 Efri mörkin, þar sem tekjuskattur tekur að renna til ríkisins, hækka um 2,7% milli áranna 2016 og 2017

Tekjuskattur, útsvar og staðgreiðsla

Á haustþingi 2015 voru lögfestar breytingar á tekjuskattskerfi einstaklinga þar sem skattþrepunum er fækkað úr þremur í tvö í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn kom til framkvæmda á árinu 2016 og seinni áfanginn kemur til framkvæmda í janúar 2017. 
Neðsta skattþrepið lækkar þá úr 22,68% í 22,5%, miðþrepið fellur út og efsta þrepið, eða efra þrepið frá áramótum, verður óbreytt 31,8%.
Fækkun þrepa úr þremur í tvö leiðir til þess að tekjuviðmiðunarmörk milli skattþrepa verða aðeins ein á árinu 2017. 
Þau uppreiknast samkvæmt lögum í upphafi ársins í réttu hlutfalli við hækkun á launavísitölu á undangengnu tólf mánaða tímabili (nóv. til nóv.) 
Launavísitala nóvembermánaðar liggur nú fyrir og er hækkun hennar á tólf mánaða tímabili 9,7%.
Við útreikning á mörkunum milli þrepa fyrir árið 2017 er uppreiknuð fjárhæð ársins 2016 fyrst lækkuð um 9,1% í samræmi við lögfesta kerfisbreytingu um fækkun þrepa og lækkun tekjuviðmiðunarmarka á föstu verðlagi (sbr. a–lið 1. mgr. 1. gr. laga nr. 125/2015 sem tekur gildi 1. janúar nk.) 
Á móti kemur fyrrnefnd 9,7% hækkun launavísitölu á tólf mánaða tímabili.
Tekjuviðmiðunarmörkin verða samkvæmt því við 10.016.488 kr. árstekjur (834.707 kr. á mánuði) fyrir árið 2017.

Útsvar til sveitarfélags er einnig innheimt í staðgreiðslu og er það mishátt eftir sveitarfélögum. 
Þau geta samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,52%. 
Af 74 sveitarfélögum leggja 55 á hámarksútsvar. Eitt þeirra nýtir að auki sérstakt álag og verður útsvarshlutfall þess 15,05%. Þrjú sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar. Eitt sveitarfélag mun hækka útsvarsprósentuna og þrjú lækka hana á næsta ári. 
Útsvarshlutfall einstakra sveitarfélaga kemur fram í fylgiskjali.
Meðalútsvar á árinu 2017 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga 14,44% og lækkar um 0,01 prósentustig frá árinu 2016. 
Við staðgreiðslu ber launagreiðendum að miða við meðalútsvarshlutfallið.

Staðgreiðsluhlutfall ársins 2017 í heild, þ.e. samanlagt hlutfall tekjuskatts og meðalútsvars, verður því 36,94% á tekjur í neðra þrepi og 46,24% á tekjur í efra þrepi.

Tryggingagjald
Vakin er athygli á því að tryggingagjald lækkaði um 0,5 prósentustig 1. júlí sl. en það breytist ekki frekar um næstu áramót. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur