Staðgreiðsla 2013
Hlutföll og fjárhæðir
Skatthlutfall í staðgreiðslu
Skatthlutfall í staðgreiðslu er
- 37,32% af tekjum 0 – 241.475 kr.
- 40,22% af tekjum 241.476 – 739.509 kr.
- 46,22% af tekjum yfir 739.509 kr.
Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1998 eða síðar er 6% af tekjum umfram frítekjumark barna sem er 100.745 kr.
Persónuafsláttur
Persónuafsláttur er 581.820 kr. á ári, eða 48.485 kr. á mánuði.
Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu 2013.
Einn mánuður | kr. | 48.485 |
Hálfur mánuður | kr. | 24.242 |
Fjórtán dagar | kr. | 22.316 |
Ein vika | kr. | 11.158 |
Ef launatímabil er annað en að ofan greinir skal ákvarða persónuafslátt þannig:
581.820 / 365 x dagafjöldi launatímabils
Sjómannaafsláttur
Sjómannaafsláttur á árinu 2013 er 246 kr. á dag.