Search
Close this search box.

Starfshópur skipaður v/lækkunar á höfuðstól húsnæðislána

“Starfshópar skipaðir vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána

24.1.2014

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa vegna lækkunar á höfuðstól húsnæðislána, í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá 30. nóvember 2013, sem miðar að því að lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu.

Öðrum hópnum er falið að annast undirbúning og gerð lagafrumvarpa í tengslum við beina niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána, en hinum að vinna heildstæðar tillögur vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána.

Starfshópur vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána

Starfshópi um gerð lagafrumvarpa er ætlað að greina á hvaða sviðum þörf er á sérstökum lagaheimildum og fyrirmælum í lögum vegna beinnar niðurfærslu húsnæðislána. Þá er starfshópnum ætlað að semja frumvörp um framkvæmdina sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi. Frumvörpin skulu byggja á þeim tillögum sem kynntar voru í skýrslu sérfræðingahóps um höfuðstólslækkun húsnæðislána að teknu tilliti til niðurstaðna úr vinnu starfshópa á vegum verkefnisstjórnar, sem falið verður að taka til skoðunar ýmsa þætti um framkvæmd skuldaleiðréttingar.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn starfi fram á mitt ár 2014. Hann heyrir undir og hefur samráð við verkefnisstjórn um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána.
Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur, fjármála- og efnhagsráðuneyti, formaður,
  • Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður,
  • Ingvar J. Rögnvaldsson, vararíkisskattstjóri.


Starfshópur um ráðstöfun séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána o.fl.

Starfshópi vegna ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á höfuðstól húsnæðislána o.fl er falið að gera heildstæða tillögu að eftirfarandi:

1. Kerfi sem heimilar einstaklingum að nýta allt að 6% hluta séreignasparnaðargreiðslna samtals sem innborgun inn á höfuðstól húsnæðislána, skattfrjálst.

2. Húsnæðissparnaðarkerfi sem heimilar einstaklingum að leggja fyrir allt að 6% iðgjaldagreiðslna samtals í séreignasparnað á húsnæðissparnaðarreikning til fyrstu húsnæðiskaupa, skattfrjálst.

Hópnum er falið að gera tillögur að öllum verklegum þáttum þessara kerfa, þ.e. draga upp heildarmynd af hvoru kerfi fyrir sig, kortleggja feril greiðslu og lista upp þá aðila sem að málunum koma. Einnig er starfshópnum falið að vinna drög að þeim lagafrumvörpum sem nauðsynleg eru vegna málsins.

Starfshópurinn skilar áfangaskýrslu og drögum að lagafrumvörpum fyrir miðjan mars.
Starfshópinn skipa:

  • Maríanna Jónasdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, formaður,
  • Guðrún Þorleifsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti, varaformaður,
  • Anna Valbjörg Ólafsdóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Arnaldur Loftsson, tilnefndur af Landssamtökum lífeyrissjóða,
  • Elín Alma Arthursdóttir, tilnefnd af ríkisskattstjóra,
  • Soffía Eydís Björgvinsdóttir, tilnefnd af félags- og húsnæðismálaráðherra,
  • Ólafur Páll Gunnarsson, tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja.

— 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur