Search
Close this search box.

Starfshópur

Starfshópur um breytingar á skattkerfinu

19.4.2010

Fréttatilkynning nr. 10/2010

Fjármálaráðherra hefur skipað starfshóp til að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu.

Starfshópnum er ætlað að skila áfangaskýrslu til fjármálaráðherra eigi síðar en 15. júlí nk. með helstu stefnumarkandi tillögum og tillögum um þær lagabreytingar sem hægt verði að leggja fram til afgreiðslu á haustþingi 2010. Skulu þær tillögur vera í samræmi við áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum og áætlanir um fjárlög fyrir árið 2011. Lokaskýrslu og heildartillögum skal skilað fyrir árslok 2010.

Vinna hópsins er í beinu framhaldi af þeim breytingum sem gerðar voru á skattalöggjöfinni í tengslum við fjárlög ársins 2010 á síðasta ári. Þær voru miðaðar við að bæta afkomu ríkissjóðs í samræmi við áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum, en um leið að dreifa skattbyrði með sanngjörnum hætti og hlífa tekjulágum við skattahækkunum.

Helstu sjónarmið sem starfshópurinn skal leggja til grundvallar:

  • Að skattkerfið afli tekna í nægjanlegum mæli fyrir hið opinbera, stuðli að jöfnuði lífsskilyrða og hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta og auðlinda.
  • Að leggja mat á skattareglur og þyngd skattlagningar á Íslandi í samanburði við lönd með sambærilegt og betra velferðarstig.
  • Gæta þarf innbyrðis samræmis í álagningu skatta og í tekjuöflun hins opinbera almennt og skattkerfið þarf að stuðla að markmiðum stjórnvalda í félagsmálum, umhverfismálum og efnahagsmálum almennt.
  • Æskilegt að skattkerfið sé einfalt og gagnsætt og því ekki ætlað stærra hlutverk á einstökum sviðum en það getur með góðum móti valdið.

Starfshópinn skipa: Maríanna Jónasdóttir, fulltrúi fjármálaráðherra, sem jafnframt er formaður, Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri, einnig tilnefndur af fjármálaráðherra, Hrannar B. Arnarsson, fulltrúi forsætisráðherra, Bolli Þór Bollason, fulltrúi félagsmálaráðherra, Arnar Þór Sveinsson, fulltrúi efnahags- og viðskiptaráðherra og Hermann Sæmundsson, fulltrúi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Indriði H. Þorláksson starfar með hópnum.

Fjármálaráðherra mun einnig skipa sérstaka samráðsnefnd sem verður vettvangur upplýsingamiðlunar og skoðanaskipta fyrir starfshópinn. Sæti í þeirri nefnd munu eiga fulltrúar tilnefndir af ASÍ, BHM, BSRB, Bændasamtökum Íslands, KÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum fjármálafyrirtækja og þingflokkum allra flokka. Fulltrúar fjármálaráðherra boða til og stýra fundum í samráðsnefndinni þar sem farið verður yfir stöðu verkefnisins og fulltrúum í nefndinni gefinn kostur á að koma að gera grein fyrir viðhorfum sínum og leggja fram tillögur og gögn. Auk framangreinds skal starfshópurinn leita samráðs við sérfræðinga á ýmsum sviðum eftir því sem hann metur æskulegt svo sem í hagfræði, félagsmálum, umhverfismálum, lögfræði og stjórnsýslumálum á sviði skatta og innheimtumála. Þá mun hann njóta ráðgjafar sérfræðinga í skattamálum frá AGS og eftir atvikum frá OECD. Með hópnum starfa sérfræðingar og starfsmenn tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og embættis ríkisskattstjóra.

Fjármálaráðuneytinu, 19. apríl 2010

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur