Search
Close this search box.

Svar dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 137  —  39. mál.

Svar

dómsmála- og mannréttindaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur um nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir.

    1.      Hve margar nauðungarsölur og uppboðsbeiðnir á þessu ári hafa verið vegna:
                a.      atvinnuhúsnæðis,
                b.      nýbygginga í eigu verktaka og lögaðila,
                c.      heimila, þ.e. almenns íbúðarhúsnæðis,
                d.      annarra eigna, svo sem sumarhúsa, báta, bíla?

    Til að afla svara við fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir því við Þjóðskrá Íslands að stofnunin aflaði umbeðinna upplýsinga úr skráningarkerfi sýslumanna. Tekur svarið við fyrirspurninni mið af fjölda þeirra nauðungarsölumála sem stofnuð hafa verið hjá sýslumönnum á árinu en þá er miðað við að eitt mál sé stofnað fyrir hverja eign. Hins vegar geta nauðungarsölubeiðnir verið fleiri en ein í hverju máli. Þá er jafnframt gerð grein fyrir hversu mörgum málum lauk með því að eign var seld við framhald uppboðs og í framhaldi af því afsal gefið út. Við talningu á málum sem töldust vera nýbygging voru taldar byggingar þriggja ára eða yngri samkvæmt byggingarári í fasteignaskrá þegar nauðungarsölumál var stofnað og í eigu lögaðila. Þegar talin voru heimili var talið íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga.
    Fjöldi nauðungarsölumála á árinu 2010 sundurliðað eftir tegundum eigna er eftirfarandi:
    a.      Atvinnuhúsnæði: 693 mál voru stofnuð og 90 málum var lokið með útgáfu afsals.
    b.      Nýbyggingar: 317 mál voru stofnuð og 92 málum var lokið með útgáfu afsals.
    c.      Heimili: 2.754 mál voru stofnuð og 412 málum var lokið með útgáfu afsals.
    d.      Aðrar eignir:
        sumarhús –125 mál voru stofnuð og 17 málum var lokið með útgáfu afsals,
        skip – 22 mál voru stofnuð og 6 málum lokið með útgáfu afsals,
        bifreiðar – 1.155 mál voru stofnuð og 356 málum var lokið,
        jarðir – 118 mál voru stofnuð og þremur lokið með útgáfu afsals.

    2.      Hve margar uppboðsbeiðnir hafa verið afturkallaðar það sem af er árinu?

    Á sama hátt og í svari við 1. tölul. er í svarinu við þessum lið gerð grein fyrir fjölda þeirra mála sem afturkölluð hafa verið og eins og kom fram í svari við 1. tölul. tekur eitt mál til einnar eignar. Margar nauðungarsölubeiðnir geta hins vegar verið í hverju máli. Samtals hafa 4.186 mál verið afturkölluð það sem af er árinu og skiptast á eftirfarandi hátt:
    a.      Atvinnuhúsnæði 503 mál.
    b.      Nýbyggingar 225 mál.
    c.      Íbúðarhúsnæði 2.389 mál.
    d.      Annað 1.069 mál.

    3.      Hverjir voru helstu gerðarbeiðendur þeirra uppboða sem fram hafa farið í ár?

    Heildarfjöldi gerðarbeiðenda það sem af er árinu 2010 eru 337. Af þeim eru 37 með 20 beiðnir eða fleiri. Í svarinu eru þessir 37 gerðarbeiðendur tilgreindir og fjöldi þeirra nauðungarsölubeiðna sem þeir hafa sett fram. Hér er um að ræða fjölda beiðna en í sama máli geta verið margar beiðnir.

Nafn
Fjöldi beiðna
Íbúðalánasjóður
1.733
Tryggingamiðstöðin hf
608
Íslandsbanki hf.
354
Vörður tryggingar hf.
226
NBI hf.
199
Tollstjóri
195
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf.
136
Akraneskaupstaður
111
Reykjavíkurborg
109
Arion banki hf.
105
Sýslumaðurinn á Blönduósi
103
Sveitarfélagið Árborg
99
Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf.
85
Lífeyrissjóður verslunarmanna
73
Akureyrarkaupstaður
70
Sýslumaðurinn í Keflavík
68
Sýslumaðurinn í Kópavogi
67
Kópavogsbær
64
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda
60
Grímsnes- og Grafningshreppur
54
Vátryggingafélag Íslands hf.
54
Skorradalshreppur
44
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
42
Húsasmiðjan ehf.
40
Gildi, lífeyrissjóður
36
BYR hf.
35
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
34
Bláskógabyggð
33
Borgarbyggð
31
Garðabær
31
Borgun hf.
28
Sýslumaðurinn á Akureyri
28
Byko ehf.
27
Byggðastofnun
26
Sameinaði lífeyrissjóðurinn
24
Sýslumaðurinn á Selfossi
23
Rangárþing ytra
20


    4.      Hversu margar fasteignir voru boðnar upp árið 2002 og hve margar uppboðsbeiðnir voru afturkallaðar það ár?

    Á árinu 2002 var 358 nauðungarsölumálum vegna fasteigna lokið með útgáfu afsals. Þá var 7.202 málum lokið með afturköllun.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur