Search
Close this search box.

Svar um kostnað við leiðréttingu verðtryggðra námslána

144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 1232  —  529. mál.

Svar

fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur
um kostnað við leiðréttingu verðtryggðra námslána.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver yrði kostn­aður ríkissjóðs af leiðréttingu verðtryggðra námslána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna miðað við sömu forsendur og við leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána samkvæmt lögum nr. 35/2014?

    Til að áætla kostnað við mögulega lækkun verðtryggðra námslána voru fengin gögn frá Lánasjóði íslenskra námsmanna fyrir tímabilið 2008–2009. Við útreikning á kostnaði af lækkun verðtryggðra námslána var notast við meðalstöðu námslána á þessum árum. Ekki var sérstaklega tekið til hvenær innan ársins ný lán voru veitt né hvenær eldri lán voru greidd upp. Þessi aðferð gefur engu síður góða mynd af því hver lækkun lána yrði miðað við forsendur leiðréttingar verðtryggðra íbúðalána. Staða námslána í árslok 2009 nam 103 milljörðum kr. Í árslok 2014 nam þessi fjárhæð 213 milljörðum kr. Um 42 milljarðar kr. (um 20%) af þeirri fjárhæð eru settir á afskriftareikning hjá sjóðnum enda er reiknað með því að allt að helmingur námslána greiðist ekki upp að fullu.
    Á grundvelli sömu forsendna um hækkanir umfram vísitölugildi og notaðar voru við lækkun verðtryggðra íbúðalána er áætlað að lækkun námslána gæti numið tæpum 11 milljörðum kr.
    Hafa þarf í huga að þessi aðgerð snertir skuldara námslána með allt öðrum hætti en lækkun á verðtryggðum íbúðalánum þar sem afborganir námslána eru að mestu háðar tekjum en ekki fjárhæð skuldar. Lækkun á verðtryggðum námslánum leiðir þannig ekki til lægri greiðslubyrði fyrir lántaka, heldur styttist lánstíminn. Vaxandi fjöldi lánþega sjóðsins nær ekki að greiða lán sín að fullu á ævinni og fyrir þá skiptir lækkun höfuðstóls litlu máli.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur