Search
Close this search box.

Tilkynning frá stjórn FVB

3.5.2021

 

 

Kæru félagar

 

Stjórnin þarf að tilkynna að nýr formaður félagsins, Ástrós Ósk Jóhannesdóttir, þarf því miður að láta af öllum störfum sínum vegna veikinda, og þar með talið sem formaður FVB.

Félag viðurkenndra bókara og skólarnir; Opni Háskólinn, Endurmenntun Háskóla Íslands, Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn og Promennt, standa nú á krossgötum hvað varðar framtíð viðurkenningu bókara því nú hefur Alþingi samþykkt að fella á brott 43.gr laga um bókhald. Í ljósi þess þá liggur fyrir að stjórnin mun þurfa vinna mikla þróunarvinnu hvað varðar framtíð félagsins og framtíð viðurkenningu bókara. Þar af leiðandi þykir ekki rétt að varaformaður félagsins, Aníta Ýr Eyþórsdóttir, taki við formannsstarfinu, þar sem hún mun starfa að þessari þróunarvinnu innan Nýja tölvu- og viðskiptaskólans. Félagsmenn þurfa því að kjósa aftur í þessi störf.

FVB mun kalla til félagsmenn sína á fund til að kjósa nýjan formann og nýjann varaformann. Stjórnin kallar eftir framboði í þessi störf félagsins. Félagið þarf á fólki að halda sem hefur innsýn inn í störf félagsins, sögu viðurkenningu bókara og drifkraft og getu til að koma að þessari þróunarvinnu í samvinnu með stjórninni og starfsmanni félagsins. Stjórnin vill minna á að þetta er ekki sjálfboðavinna heldur eru þetta launuð störf. Endilega talið um þetta ykkar á milli, hugið að góðum kandídötum og hvetjið þau eða ykkur sjálf til starfa. Við óskum eftir að áhugasamir sendi póst á [email protected]. Við viljum vera komin með framboð áður en við boðum til fundar og við þurfum að ganga frá þessum málum núna í maí.

Við félagsmenn erum félagið og nú þarf félagið á tveimur félögum að halda til að starfa sem skyldi. Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

 

Bestu kveðjur,
Stjórn FVB

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur