TILKYNNING TIL FÉLAGA FAGFRAMTELJENDA.
Nú hefur verið opnað fyrir skil á 2013 árgerð skattframtals lögaðila RSK 1.04, sem og skattframtali óskattskyldra lögaðila RSK 1.06 á þjónustusíðunni skattur.is.
Reiknað er með að mjög fljótlega verði einnig opnað fyrir skil þessara framtala úr DK-framtalsforritinu.
Veflyklabréf til nýrra félaga á skattgrunnskrá fór í póst mánudaginn 28.1. Hjá öðrum gildir gamli veflykillinn áfram.
Í meðfylgjandi Excel-skjali eru dregnar saman allar breytingar frá fyrra ári á RSK 1.04 framtalinu. Aðallega er um að ræða viðbót á launaframtali vegna stofns til fjársýsluskatts.
Á eyðublaði RSK 1.06 fellur út stofn vegna sérstaks gjalds á lífeyrissjóði (sem kom inn í fyrra) og einnig koma þar inn reitir vegna fjársýsluskatts (sama og á RSK 1.04).
Að auki koma nokkrar nýjar ábendingar inn í regluprófun framtala við skil, til að stuðla að réttari framtalsskilum.
PDF útgáfu af framtalinu á pappír og framhaldsblaði RSK 4.14 má nálgast á www.rsk.is/einstaklingar/eydublod/2013/#flokkur3
Með bestu kveðjum,
RÍKISSKATTSTJÓRI