Search
Close this search box.

Tillaga til þingsályktunar um lækkun tryggingargjalds 60 ára og eldri

 

 
Flm.: Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir, Kristján L. Möller.
Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að setja á laggir starfshóp sem kanni
kosti þess að beita aldurstengdum lækkunum á tryggingagjaldi sem efnahagslegum hvata til
að ýta undir aukna þátttöku aldurshópsins 60 ára og eldri á vinnumarkaði.
Í starfshópnum sitji fulltrúar fjármála- og efnahagsráðherra, aðila vinnumarkaðarins og
Landssambands eldri borgara. Starfshópurinn skili ráðherra niðurstöðu fyrir 1. október 2016.
G r e i n a r g e r ð .
Tillagan var áður flutt á 144. löggjafarþingi (682. mál) og er nú endurflutt óbreytt.
Bætt heilbrigðiskerfi og aukin áhersla á heilbrigðan lífsstíl hefur góðu heilli lengt meðalævi
Íslendinga og gert þá að einni langlífustu þjóð veraldar. Æ fleiri búa yfir ríkri starfsgetu
löngu eftir að þeir fylla flokk 60 ára og eldri. Kannanir sýna að margir í þeim hópi vilja halda
áfram þátttöku á vinnumarkaði meðan starfsgeta leyfir, ýmist í fullu starfi eða í hlutastörfum.
Ástæðurnar eru margvíslegar, svo sem bætt lífsgæði, aukin félagsleg tengsl og sú lífshamingja
sem fylgir heilladrjúgri þátttöku í atvinnulífinu. Aðrir þurfa á tekjum að halda til að ná
endum saman.

Einstaklingar sem tilheyra aldurshópnum 60 ára og eldri búa yfirleitt yfir dýrmætri starfsreynslu,
fjölbreyttri þekkingu og lífsreynslu sem gerir þá ákjósanlega í margvísleg hlutverk
á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka þeirra er líkleg til að gera aldurshópinn minna háðan hinu
opinbera um framfærslu en ella, og því líkleg til að spara ríkinu fé. Á tímum slaka í hagkerfinu
og skorts á atvinnu verða 60 ára og eldri, ekki síst konur, verst úti á vinnumarkaði.
Aldurstengdar ívilnanir um tryggingagjald mundu því styrkja stöðu hópsins og stuðla að
auknu jafnrétti milli aldurshópa og kynja. Þegar stríkkar á hagkerfinu og eftirspurn eykst gæti
aukin atvinnuþátttaka 60 ára og eldri mætt vaxandi þörf fyrir vinnuafl og dregið úr spennu
á vinnumarkaði. Samfélagið hefur því margvíslegan ávinning af því að ýta undir aukna þátttöku
60 ára og eldri á vinnumarkaði. Landlægir og gamalgrónir aldursfordómar valda því
hins vegar að síst er horft til 60 ára og eldri þegar fyrirtæki ráða í laus störf.
Ein leið til að styrkja stöðu 60 ára og eldri og ná fram samfélagslegum ávinningi, sem felst
í aukinni þátttöku hópsins á vinnumarkaði, er að nýta efnahagslega hvata til að stuðla að því
að fyrirtæki beini sjónum sínum að honum þegar vinnuafls er þörf. Því markmiði mætti ná
með því að aldurstengja launatengd gjöld þannig að kostnaður atvinnurekenda væri minni
vegna 60 ára og eldri en annarra á vinnumarkaði.
Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum
starfsmanna á hverju tekjuári og í tilviki einyrkja af reiknuðu endurgjaldi. Það er innheimt
samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og lagt á samkvæmt lögum
um tekjuskatt, nr. 90/2003. Það skiptist í almennt tryggingagjald, 6,04%, og atvinnutryggingagjald,
1,35%. Að viðbættu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa, sem hvort um
2
sig nemur 0,05%, er tryggingagjald samkvæmt orðsendingu ríkisskattstjóra nr. 1/2015 samtals
7,49%. Er þá tekið tillit til þeirrar 0,1% lækkunar gjaldsins sem núverandi ríkisstjórn
ákvað.
Gjaldinu er m.a. ætlað að standa straum af kostnaði vegna atvinnuleysis. Í 2. gr. laga um
tryggingagjald, nr. 113/1990, segir að árlega skuli Atvinnuleysistryggingasjóður gefa ráðherra
skýrslu um fjárhagslega stöðu sjóðsins, m.a. um fyrirsjáanleg útgjöld á næsta fjárhagsári
með hliðsjón af spá um atvinnuleysi. Gefi skýrslan tilefni til að breyta hundraðshluta
atvinnutryggingagjalds mæla lögin svo fyrir að ráðherra sé skylt að flytja frumvarp þar að
lútandi á Alþingi.
Í kjölfar bankahrunsins var spáð að atvinnuleysi mundi aukast í 14%. Aðgerðir þáverandi
ríkisstjórnar tryggðu þó að atvinnuleysi náði aldrei 10%. Á ársgrundvelli varð það hæst 8%
árið 2009. Við fall bankanna reyndist óhjákvæmilegt að hækka tryggingagjaldið á grundvelli
fyrrnefnds lagaákvæðis til að mæta kostnaði vegna fyrirvaralausrar aukningar á atvinnuleysi.
Hækkunin nam 3,014%. Stöðugt hefur dregið úr atvinnuleysi síðan og samkvæmt þjóðhagsspá
Hagstofunnar verður það 3,2% árið 2016.
Í ljósi fyrirmæla 2. gr. laga nr. 113/1990 telja því flutningsmenn óhjákvæmilegt að stjórnvöld
ráðist á næstu árum í lækkun tryggingagjaldsins. Minnt er á að Viðskiptaráð telur að
minnkun atvinnuleysis skapi nú þegar svigrúm til rúmlega 2% lækkunar gjaldsins. Með hliðsjón
af því telja flutningsmenn mikilvægt að skoða þann valkost að aldurstengja lækkanir á
tryggingagjaldi í því augnamiði að styrkja stöðu 60 ára og eldri á vinnumarkaði. Lagt er til
að hópi sérfræðinga sem fjármála- og efnahagsráðherra tilnefnir, ásamt fulltrúum Landssambands
eldri borgara og aðila vinnumarkaðarins, verði falið að gera slíka skoðun. Flutningsmenn
gera ráð fyrir að í henni felist m.a. gróft mat á kostnaði við ýmsar mögulegar sviðsmyndir,
sem m.a. koma fram í fyrirspurn 1. flutningsmanns á þingskjali 1042 í 599. máli á
yfirstandandi löggjafarþingi.
Þegar efnahagslegum hvötum eða ívilnunum er beitt vakna gjarnan spurningar um jafnræði.
Flutningsmenn telja, að þar sem aldurstengdar lækkanir á tryggingagjaldi mundu standa
til boða öllum fyrirtækjum, og gagnast öllum nái þeir tilteknum aldri, beri að líta á slíka leið
sem almenna aðgerð. Í henni fælist því ekki brot á jafnræðisreglu.
Í fyrrnefndri fyrirspurn var óskað upplýsinga um hversu stór hluti tryggingagjaldsgreiðslna
væri greiddur vegna fólks sem er 60 ára og eldra, 65 ára og eldra, 67 ára og eldra
og loks 70 ára og eldra. Kjarninn í svari fjármála- og efnahagsráðherra var eftirfarandi:
„Fyrir 60 ára og yfir er fjöldinn 26.053, þ.e. 13,01% fjöldans. Tryggingagjaldið er
8.548.138.356 kr. sem er 13,05% af hlutfalli gjaldsins.
Fyrir 65 ára og yfir er fjöldinn 12.130, þ.e. 6,06%. Tryggingagjald er 3.144.305.444 kr.
sem er 4,8% tryggingagjaldsins.
Fyrir 67 og yfir er fjöldinn kominn niður í 7.763, þ.e. 3,88%. Tryggingagjaldið er
1.661.946.605 kr., þ.e. 2,54%.
Fyrir 70 og yfir er fjöldinn 3.606, þ.e. 1,8% fjöldans. Tryggingagjaldið er 516.456.797 kr.,
þ.e. 0,79% tryggingagjalds.“
Með hliðsjón af svarinu, og því svigrúmi sem er til staðar til lækkunar á tryggingagjaldi,
virðist ekki hægt að álykta að kostnaðurinn vegna aldurstengdra ívilnana geri leiðina ófæra
fyrir ríkissjóð.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur