Search
Close this search box.

Tillaga til þingsályktunar um skattafslátt vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu.

 Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa og leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum, sem feli í sér heimild ráðherra til að útfæra og setja reglur um að þeim skattskyldu mönnum sem greiða þurfa háan kostnað vegna ferða til og frá vinnu, óháð ferðamáta, innan tiltekinna og skilgreindra atvinnusvæða innan lands verði veittur afsláttur af tekjuskatti. Í fram­haldinu útfæri ráðherra og setji slíkar reglur.

Greinargerð.

    Tillaga sama efnis var áður lögð fram á 140. löggjafarþingi (639. mál) og á 141. löggjafarþingi (105. mál). Fyrsti flutningsmaður málsins var þá Sigurður Ingi Jóhannsson. Tillagan var enn flutt á 143. löggjafarþingi (300. mál) og síðast á 144. löggjafarþingi (109. mál) og er nú endurflutt með breytingum í samræmi við fram komnar athugsemdir. Aðalbreytingin sem gerð hefur verið er sú að nú er tekið tillit til fleiri samgöngumáta en bifreiða. Fyrir liggur að í danska skattkefinu fá allir afslátt ef þeir þurfa að ferðast tiltekna vegalengd vegna vinnu óháð því hvort ferðast er á bifreið, hjóli eða með almenningssamgöngum. Mat flutningsmanna er að það að láta skattafsláttinn ná til fleiri sam­göngumáta en bifreiða sé til þess fallið að hvetja fólk til að kynna sér nýja samgöngumáta, auk þess sem það getur skapað þrýsting á byggðarkjarna að koma upp góðum og öflugum almennings­sam­göngum milli sveitarfélaga.
    Síðustu ár og áratugi hafa þéttbýliskjarnar stækkað auk þess sem sam­göngur hafa víða batnað. Samhliða því hafa miklar breytingar orðið á þróun byggða- og atvinnusvæða. Fólk, jafnt í skilgreindu þéttbýli sem í dreifbýli, hefur í síauknum mæli leitað í störf í nágrannabæjar- og sveitarfélögum þannig að skilgreiningar og hugmyndir um atvinnusvæði hafa verið að breytast. Þessi þróun hefur leitt af sér sífellt stækkandi atvinnusvæði og lengri ferðir vegna vinnu. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að stækka og styrkja atvinnusvæði í öllum landshlutum og styrkja þannig meginþéttbýliskjarna hvers svæðis.
    Þessi þróun er jákvæð og styrkir byggðir landsins en vandamál fylgja einnig stækkandi atvinnusvæðum og ferðum fólks langar leiðir í og úr vinnu. Nauðsynlegt er að unnið verði að því að auka vægi almennings­samgangna á hverju atvinnusvæði fyrir sig en þar er víða pottur brotinn. Það er ljóst að á sumum atvinnusvæðum er engum almennings­sam­göngum til að dreifa og yfir langan veg að fara í og úr vinnu. Það er því tillaga flutningsmanna að ráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á tekjuskattslögum sem feli í sér heimild ráðherra til að setja reglur um að þeim skattskyldu mönnum sem greiða þurfa háan kostnað vegna ferða til og frá vinnu, óháð ferðamáta, innan tiltekinna og skilgreindra atvinnusvæða verði veittur afsláttur af tekjuskatti. Fái frumvarpið lagagildi útfæri ráðherrann og setji slíkar reglur.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur