Fram kemur að markmiðið með tilskipun þeirri sem hér greinir frá, og sem innleiða þarf í íslenskan rétt fyrir júnílok 2011, sé að draga úr stjórnsýslubyrðum í hlutafélögum en á þeim hvíla ýmsar upplýsingaskyldur. Dregið verður er úr þeim skyldum við vissar aðstæður hvað snertir gerð skýrslna og skjala og birtingu þeirra.
Umbreytingarnar munu hafa áhrif á almennar reglur um félög en einnig ársreikninga og endurskoðun.
Þar sem allir hluthafar þurfa að samþykkja málefnið munu reglurnar eiga helst við í félögum með fáa hluthafa.
Möguleiki verður að birta drög að samrunaáætlun og önnur skjöl á vef félaga og jafnvel öðrum vefjum í stað hefðbundinnar birtingar í hlutafélagaskrá.
Einnig koma fram ákvæði um minni kröfur en nú eru gerðar varðandi ákveðnar skýrslur sérfræðinga, við samruna móðurfélaga og dótturfélaga og í markaðsfélögum þar sem hálfsársuppgjör er gert. Sjá tillögu hér.