Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu ákvörðunarsameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 37/2010 o.fl

Fram kemur að markmiðið með tilskipun þeirri sem hér greinir frá,  og sem innleiða þarf í íslenskan rétt fyrir júnílok 2011,  sé að draga úr stjórnsýslubyrðum í hlutafélögum en á þeim hvíla ýmsar upplýsingaskyldur. Dregið verður er úr þeim skyldum við vissar aðstæður hvað snertir gerð skýrslna og skjala og birtingu þeirra.
Umbreytingarnar munu  hafa áhrif á almennar reglur um félög en einnig ársreikninga og endurskoðun.
Þar sem allir hluthafar þurfa að samþykkja málefnið munu reglurnar eiga helst við í félögum með fáa hluthafa.

Möguleiki verður að birta drög að samrunaáætlun og önnur skjöl á vef félaga og jafnvel öðrum vefjum í stað hefðbundinnar birtingar í hlutafélagaskrá.
Einnig koma fram ákvæði um minni kröfur en nú eru gerðar varðandi ákveðnar skýrslur sérfræðinga, við samruna móðurfélaga og dótturfélaga og í markaðsfélögum þar sem hálfsársuppgjör er gert.  Sjá tillögu hér.

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur