Dagsetning: 2018-09-24
Tími frá: 13:00 – 16:00
Staðsetning: Grand Hotel Reykjavík – Setrið, Sigtún 38, 105 Reykjavík
Verð: 7500
Hámarksfjöldi: Takmarkast af stærð salarins
Síðasti skráningardagur: 2018-09-20
Lýsing
September námskeið hjá fræðslunefnd FVB 2018
„Tól og tæki – getum við nýtt upplýsingakerfi betur?“
ATH. námskeiðið verður sent út með skype eins og áður fyrir landsbyggðina.
Námskeiðin verða haldin á Grand hótel – Setrið.
mánudaginn 24. september nk frá kl. 13-16.
Kennari
Inga Jóna Óskarsdóttir hjá Bókhald og kennsla
Um námskeiðið:
Af hverju þetta námskeið?
Verkefni eru allt í kringum okkur bæði í vinnu og einkalífi. Okkur gengur misvel að skipuleggja verkefni og fylgja þeim eftir. Til eru ýmis verkfæri til að hjálpa okkur að afmarka verkefni, skipuleggja þau og fylgjast með framvindu þeirra. Notkun þessara verkfæra hjálpar okkur að nálgast verkefni á agaðan hátt og vinna faglega að verkefnastýringu. Markviss notkun verkefnastjórnunar hjálpar til við að velja réttu verkefnin, fylgja þeim eftir og stuðlar að markvissari nýtingu fjármagns.
Markmið námskeiðsins
Þátttakendur kynninst og læri að nýta sér nýja tækni – t.d. innlestri, útlestri í upplýsingakerfi með csv tækni, eða B2B tækni (banki vs bókhald) – fullnýti flýtilykla upplýsingakerfa og afstemmingartóla, læri að finna flýtileiðir og flýtilykla upplýsingakerfanna, aðild fagfélaga og upplysingaveitur þeirra, hvar eru handbækur, leiðbeiningar og eru til upptökur t.d. á netinu.
Skoðum t.d. upplýsingakerfin: DK, Regla, Nav, Netbokhald, Stemmarinn, Expensify …..
Fyrir hverja er námskeiðið?
§ Þá sem hafa áhuga á að kynna sér tækni
§ Þá sem vilja rifja upp hvar hægt er að nálgast leiðbeiningar á vefnum
§ Þá sem eru að vinna úr upplýsingum úr upplýsingakerfum og þurfa setja upplýsingar í upplýsingakerfi eða gagnagrunna
§ Þá sem hafa áhuga á að nýta tímann sinn betur með því að beita nýjum vinnuaðferðum
§ Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um hvernig og hvar megi nýta betur tækni.
Afskráning þarf að berast í síðasta lagi 2 dögum fyrir námskeið.
Verð fyrir félagsmenn er kr. 7.500.- Aðrir greiða kr. 9.500.-
Námskeiðið gefur 4,5 endurmenntunarpunkta. Skráning er á vef FVB til og með 20. september.
Fjöldi þátttakenda takmarkast af stærð salarins.
Fræðslunefndin