Search
Close this search box.

Tryggingagjald

Lækkun tryggingagjalds um 0,1%

27.12.2012

Fréttatilkynning nr. 17/2012

Tryggingagjaldshlutfall lækkar um 0,1 prósentustig milli ára og verður 7,69% á árinu 2013.

Tryggingagjald er sérstakt gjald sem launagreiðendum ber að greiða af heildarlaunum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Tryggingagjald  er innheimt í staðgreiðslu og skiptist í almennt tryggingagjald og atvinnutryggingagjald.

Tryggingagjald telst til svokallaðra launatengdra gjalda, en það eru þau gjöld sem launagreiðendur, þ.m.t. sjálfstætt starfandi menn, greiða vegna launakostnaðar við atvinnurekstur. Önnur launatengd gjöld í staðgreiðslu eru markaðsgjald og gjald í Ábyrgðarsjóð launa, en þau eru innheimt í staðgreiðslu samhliða innheimtu tryggingagjalds.

Á staðgreiðsluárinu 2013 er tryggingagjaldshlutfallið að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa 7,69% og lækkar því um 0,1 prósentustig milli ára. Skipting þess er sem hér segir:

 Almennt tryggingagjald                5,29%
 Atvinnutryggingagjald                2,05%
 Gjald í Ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota  0,30%
 Markaðsgjald      0,05%
 Samtals til staðgreiðslu                7,69%

Sérstök trygging (0,65%) bætist við vegna launa sjómanna á fiskiskipum.
Tryggingagjaldi skal skila mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs.”

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur