Search
Close this search box.

Umsögn um námskeiðið 19 janúar og úrlausn á verkefninu.

Námskeið um gerð ársreikninga 19. jan. í VR salnum.

 Sjá úrlausn hér.

Fyrirlesari var Lúðvík Þráinsson, endurskoðandi hjá Deloitte og okkar gamalkunni kennari frá náminu í HR. Lúðvík var að venju ákafur að miðla sinni yfirgripsmiklu þekkingu á sinn skemmtilega og fræðandi hátt.
Mjög góð mæting var á námskeiðið eða 63 manns.

Farið var yfir óleiðréttan prófjöfnuð. Meðal efnis sem fram komu voru:
• Afstemmingu bankareikninga
• Útreikninga langtímalána og leiðrétting í árslok.
• Uppreikning vaxta lána
• Lotun kostnaðar síðasta árs er reikningur berst eftir áramót.
• Sala eigna
• Útreikningur arðs
• Beinar og óbeinar afskriftir
• Afstemmingar biðreikninga
• Fyrirframgreiddur kostnaður og fyrirframinnheimtar tekjur.
• Fyrningartöflur
• Útreikningur kennitalna

Að venju var Lúðvík með allt á hreinu og svaraði öllum fyrirspurnum með bros á vör. Var með góð dæmi mál sínu til stuðnings, og benti á að stundum eru fleiri en ein leið leyfileg við meðhöndlun mála. Mjög fróðlegt námskeið og góð leið til að skerpa á kunnáttunni um gerð ársreikninga áður vinna við uppgjör síðasta árs klárast.
Gott tækifæri skapaðist í matarhléi fyrir námskeiðsgesti til að skiptast á skoðunum og endurnýja gömul kynni.
Því miður þurftu nokkrir þátttakendur að drífa sig heim fyrir lok námskeiðs sem var miður, þar sem nokkur órói skapaðist af þeim sökum.

Takk fyrir skemmtilega og fræðandi samverustund.

Með kveðju, fyrir hönd fræðslunefndar
Halldóra Björk Jónsdóttir

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur