Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður nr. 138/2017 
Bifreiðagjald
ÚrvinnslugjaldKröfum kæranda um niðurfellingu eða lækkun bifreiðagjalds og úrvinnslugjalds vegna bifreiðar hennar, sem byggðust m.a. á því að enginn koltvísýringur hefði mælst frá bifreiðinni, var hafnað. Taldi yfirskattanefnd að þar sem ekkert væri skráð í ökutækjaskrá um losun koltvísýrings bifreiðarinnar færi um ákvörðun bifreiðagjalds eftir fyrirmælum 3. mgr. 2. gr. laga nr. 39/1988, hvað sem liði mælingum skoðunarstofu um CO-innihald í útblæstri bifreiðarinnar. 


Úrskurður nr. 140/2017 
Vaxtabætur
Álag á vaxtabætur

Kærendur í máli þessu voru hvorki talin hafa sýnt fram á að lán, sem þau tóku á árunum 2008, 2012, 2013 og 2015, hefðu verið tekin vegna greiðsluerfiðleika þeirra né að lánsféð hefði verið nýtt til greiðslu á lánum vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Var kröfum kærenda um vaxtabætur vegna vaxtagjalda af lánum þessum því hafnað. Þá var kröfu þeirra um niðurfellingu 15% álags á ofgreiddar vaxtabætur hafnað og tekið fram í því sambandi að kærendur hefðu tilgreint allmörg lán meðal skulda vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota fimm ár í röð þótt ekki hefði verið um að ræða réttmæt vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta. 

Úrskurður nr. 141/2017 
Auðlegðarskattur
Skattalegt bókfært eigið fé
Eignfærsla viðskiptakrafnaRíkisskattstjóri hækkaði stofn kærenda til auðlegðarskatts í skattframtölum kærenda árin 2012, 2013 og 2014 vegna vanframtalinnar hlutafjáreignar í K ehf. og vanframtalinnar kröfu á hendur sama félagi. Kærendur kröfðust þess að auðlegðarskattur yrði lækkaður þar sem raunvirði hlutabréfaeignarinnar væri lægra en nafnvirði bréfanna. Yfirskattanefnd rakti lagaákvæði um auðlegðarskatt og komst að þeirri niðurstöðu, m.a. í ljósi tilgangs löggjafans með lagasetningu um auðlegðarskatt, að einungis hefði verið ætlunin að víkja frá meginreglu laga um eignfærslu hlutabréfa í þeim tilvikum er raunvirði hlutabréfa væri hærra en næmi nafnvirði þeirra. Var kröfu kærenda um að miða eignarhlut í K ehf. við skattalegt bókfært eigið fé félagsins hafnað. Þá voru kærendur hvorki talin hafa sýnt fram á að skilyrði hefðu verið fyrir hendi til að víkja mætti frá meginreglu 5. tölul. 73. gr. laga nr. 90/2003 um framtal hlutabréfa miðað við nafnverð eða eftir atvikum stofnverð né að réttmætt hefði verið að færa niður kröfu kærenda á hendur K ehf. Var kröfum kærenda því hafnað.

Úrskurður nr. 143/2017 
Aðflutningsgjöld 
Kolefnisgjald 
Endursending vöru til útlanda

Kærandi fór fram á endurgreiðslu kolefnisgjalds af eldsneyti sem kærandi flutti til landsins og seldi síðar erlendu félagi. Talið var að krafa kæranda um endurgreiðslu kolefnisgjalds vegna sölu eldsneytisins yrði að byggjast á ákvæðum 7. gr. tollalaga nr. 88/2005. Þar sem fyrir lá að beiðni kæranda um undanþágu var ekki lögð fram fyrr en að liðnum sex mánaða fresti til að láta tollstjóra í té slíka beiðni var kröfu kæranda hafnað.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur