Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður nr. 84/2018
Lánveiting einkahlutafélags til tengds aðila
Duldar arðgreiðslur
Álag
  
Kærandi var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður X ehf. Ríkisskattstjóri færði kæranda til tekna meintar óheimilar lánveitingar frá félaginu á árunum 2011-2014, en kærandi hélt því fram að greiðslurnar væru endurgreiðsla á láni kæranda til Z ehf., systurfélags X ehf., og að Z ehf. hefði framselt kæranda kröfu sem Z ehf. hefði átt á hendur X ehf. Yfirskattanefnd tók fram að um tvo sjálfstæða lögaðila væri að ræða, þ.e. X ehf. og Z ehf., og taldi skýringar kæranda vart fá staðist, enda urðu ekki séð tengsl milli myndunar kröfu Z ehf. á hendur X ehf. og hinna umdeildu greiðslna X ehf. til kæranda. Þá þóttu skatt- og reikningsskil bæði X ehf. og Z ehf. ekki bera með sér að til framsals kröfunnar hefði komið. Var ekki talið unnt að byggja niðurstöðu málsins á öðru en tilgreiningum í bókhaldi og skattskilum X ehf. um greiðslur félagsins til kæranda. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hans um niðurfellingu 25% álags.Úrskurður nr. 85/2018
Tryggingabætur
Málsmeðferð  
Sú breyting ríkisskattstjóra á skattframtali kæranda, að færa honum til tekna í lið 2.3 í skattframtalinu slysabætur frá tryggingafélagi, var ómerkt með því að ríkisskattstjóri gætti þess ekki að gefa kæranda kost á að koma á framfæri skýringum sínum varðandi meðferð teknanna og hvernig þær tengdust atvinnurekstri kæranda. Var bent á að fengnar slysabætur gætu talist til rekstrartekna ef þær tengdust atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi.Úrskurður nr. 87/2018 
Skattsekt
Skattrannsókn
Gjöf
Sönnun
Skattrannsóknarstjóri ríkisins krafðist þess að A yrði gerð sekt fyrir að hafa vanrækt að gera í skattframtali sínu árið 2012 grein fyrir tekjum sem A hlotnuðust með því að hafa þegið í gjöf frá föður sínum hlutabréf í X ehf. og Y ehf. sem eignfærð voru í skattframtali A umrætt ár. A hélt því m.a. fram að hlutabréfin hefðu verið færð sem eign hans í skattskilum án hans vitundar og að hann hefði síðar talið að um skipti á hlutabréfum hefði verið að ræða þar sem hann hefði fengið umrædd hlutabréf í X ehf. og Y ehf. í skiptum fyrir hlutabréf sín í Z ehf. Yfirskattanefnd taldi að þótt A hefði sýnt af sér nokkurt hirðuleysi í tengslum við greindar eignatilfærslur eftir að hann varð meðvitaður um þær, þætti varhugavert að telja sannað að A hefði uppfyllt þær auknu gáleysiskröfur sem skattalög gerðu vegna refsiverðra brota gegn lögunum. Var A því ekki gerð sekt.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur