Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar

Úrskurður nr. 113/2018 

DánarbæturKærandi, sem fékk greiddar bætur á grundvelli 6. gr. laga um félagslega aðstoð nr. 99/2007 vegna andláts maka á árinu 2014, hélt því fram að um greiðslu skattfrjálsra dánarbóta væri að ræða, sbr. 2. tölul. 28. gr. laga nr. 90/2003. Í úrskurði yfirskattanefndar var rakið að bætur samkvæmt 6. gr. laga nr. 99/2007 ættu rót sína að rekja til svonefndra ekkjubóta sem teknar voru upp á árinu 1946. Var gerð grein fyrir forsögu slíkra bóta og bent á að í löggjöf á sviði almannatrygginga hefði ávallt verið gerður greinarmunur á annars vegar dánarbótum vegna slysa og hins vegar hinni sérstöku tegund bóta vegna andláts maka sem upphaflega nefndist ekkjubætur. Í skattframkvæmd hefði óslitið og um langan aldur verið byggt á því að ekkju- og ekklabætur væru skattskyldar og féllu ekki undir undanþáguákvæði skattalaga vegna greiðslu dánarbóta. Var kröfum kæranda hafnað.

Úrskurður nr. 114/2018 

Lánveiting einkahlutafélags til tengds aðila 
Duldar arðgreiðslur 
Álag 

Kærandi var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður X ehf. og eigandi alls hlutafjár í félaginu. Ríkisskattstjóri færði kæranda til tekna meintar óheimilar lánveitingar frá félaginu á árunum 2012, 2013 og 2014, en kærandi hélt því fram að greiðslurnar væru að verulegu leyti endurgjald fyrir fasteign erlendis sem kærandi hefði selt X ehf. á árinu 2012. Í úrskurði yfirskattanefndar var m.a. bent á að kærandi hefði eignfært fasteignina í skattframtölum sínum þau ár sem málið varðaði og að hvorki í bókhaldsgögnum né skattskilum X ehf. fyrir sömu ár kæmi neitt fram um að félagið hefði keypt fasteignina af kæranda. Þóttu skýringar kæranda á ástæðum þess að svo hefði til tekist ekki trúverðugar. Þá varð ekki séð að neinar meginbreytingar hefðu orðið á notkun fasteignarinnar í kjölfar hinna ætluðu viðskipta með hana. Þá var ekki fallist á með kæranda að skattleggja bæri tilteknar greiðslur X ehf. til hans á árinu 2013 sem arðgreiðslur þótt reikningslegt svigrúm hefði verið til arðsúthlutunar úr félaginu, enda hafði engin formleg ákvörðun um úthlutun arðs verið tekin á árinu 2013 í samræmi við lagareglur þar að lútandi og engin grein verið gerð fyrir meintri arðgreiðslu í ársreikningi og skattskilum X ehf. vegna þess árs. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hans um niðurfellingu 25% álags 

Úrskurður nr. 116/2018 

Skattaleg heimilisfesti 
Skattrannsókn 
Málsmeðferð

Í máli þessu sætti kæru úrskurður ríkisskattstjóra um skattalega heimilisfesti og skattskyldu kæranda þar sem ríkisskattstjóri taldi kæranda hafa borið fulla og ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi árin 2007 til 2010 þrátt fyrir að hafa verið með skráð lögheimili á Máritaníu umrædd ár. Í úrskurði yfirskattanefndar kom fram að nauðsyn bæri ekki til sérstaks úrskurðar um heimilisfesti á grundvelli 2. mgr. 1. gr. laga nr. 90/2003 væri litið svo á að gjaldandi bæri skattskyldu samkvæmt 2. tölul. 1. mgr. 1. gr. laganna þrátt fyrir flutning úr landi, enda kæmi ekki til kasta þess ákvæðis nema óumdeilt væri – eða a.m.k. ekki gerður ágreiningur um – að gjaldandi hefði fellt niður heimilisfesti sitt hér á landi. Var fallist á með kæranda að breyting hefði orðið á forsendum ríkisskattstjóra við meðferð málsins sem hefði verið fallin til að tálma því að kærandi gæti neytt andmælaréttar síns. Þá var ekki talið að málið hefði verið rannsakað nægjanlega með tilliti til heimilisfestis kæranda og mögulegrar búsetu hans á Spáni á umræddu tímabili. Voru slíkir annmarkar taldir vera á ákvörðun ríkisskattstjóra og boðun hennar að fella bæri ákvörðunina úr gildi með öllu.

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur