HLEKKUR Á MÁLIN SJÁLF:
http://yskn.is/
Úrskurður nr. 117/2018
Frádráttur kostnaðar við nýsköpunarverkefni
Áætlun skattstofnaDeilt var um frádrátt útlagðs kostnaðar við rannsóknar- eða þróunarverkefni í skattskilum einkahlutafélags, sbr. lög nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Fyrir lá að félagið hafði ekki haldið kostnaði vegna verkefnisins aðgreindum frá öðrum útgjöldum sínum, svo sem áskilið var í greindum lögum. Var áætlun ríkisskattstjóra á frádráttarbærum hluta þróunarkostnaðar látin standa óhögguð, enda þótti kærandi ekki hafa sýnt fram á frádráttarbærni alls slíks kostnaðar sem félagið hafði tilfært í skattskilum sínum.
Úrskurður nr. 119/2018
Virðisaukaskattur við innflutning
Silfurmynt
Skattskyldusvið
Kærendur mótmæltu því að þeim bæri að greiða virðisaukaskatt af innflutningi á silfurmynt til landsins þar sem myntin félli utan vöruhugtaks virðisaukaskattslaga. Fram kom í úrskurði yfirskattanefndar að mynt félli utan vöruhugtaks laganna þegar myntin væri látin í té sem greiðslumiðill, en ekki þegar hún væri seld sem söfnunargripur. Ekki gæti ráðið úrslitum í því sambandi hvort um væri að ræða gjaldgenga mynt hverju sinni eða ekki, enda kæmi enginn áskilnaður af þeim toga fram í lögunum og gjaldgeng mynt væri í ýmsum tilvikum seld sem söfnunargripur. Þá tækju undanþáguákvæði 6. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga einvörðungu til tilefnismyntar sem útgefin væri af Seðlabanka Íslands. Var kröfum kærenda hafnað.