Search
Close this search box.

Úrskurðir yfirskattanefndar #5900

Úrskurður nr. 8/2018

Bifreiðagjald

Undanþága frá gjaldskyldu

Talið var að ekki væri nægilegt að gengið hefði úrskurður Tryggingastofnunar ríkisins um örorku manns til að komið gæti til niðurfellingar bifreiðagjalds samkvæmt lögum um það gjald, heldur væri áskilnaður um greiðslu örorkustyrks eða örorkulífeyris eða annarra tilgreindra greiðslna frá stofnuninni. Með því að ekki var um slíkt að ræða í tilviki kæranda var kröfum hans um niðurfellingu bifreiðagjalds hafnað.

Úrskurður nr. 9/2018 

Húsaleigutekjur 
Álag 

Kærandi í máli þessu var ekki talin hafa sýnt fram á að leigutekjur vegna sölu á gistingu til ferðamanna á árinu 2013 tilheyrðu X ehf. en ekki henni sjálfri, en um var að ræða greiðslur frá airbnb.com vegna útleigu tveggja íbúða kæranda sem lagðar höfðu verið inn á paypal reikning hennar. Var m.a. bent á í úrskurði yfirskattanefndar að ekki hefði verið farið með greiðslurnar sem tekjur í skattskilum og ársreikningi X ehf. Þá þóttu skýringar kæranda á fyrirkomulagi starfseminnar og aðkomu X ehf. að henni með nokkrum ólíkindum, svo sem nánar var rökstutt. Var kröfum kæranda hafnað, þar með talið kröfu hennar um niðurfellingu 25% álags.

Úrskurður nr. 10/2018 

Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar til greiðslu húsnæðislána
SambýlisfólkFram kom í úrskurði yfirskattanefndar í máli þessu að hámark skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar til greiðslu inn á höfuðstól húsnæðislána á tekjuári tæki mið af hjúskaparstöðu skattaðila í lok viðkomandi árs. Skýra yrði reglur til samræmis þannig að hámark skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar í tilviki einstaklinga, sem uppfylltu skilyrði til samsköttunar í lok tekjuárs, væri hið sama og í tilviki hjóna, án tillits til þess hvort viðkomandi aðilar hefðu óskað eftir samsköttun. Var ríkisskattstjóri talinn hafa réttilega miðað hámarksfjárhæð skattfrjálsrar ráðstöfunar kæranda, sem uppfyllti skilyrði fyrir samsköttun í árslok 2016, við 375.000 kr. vegna þess tekjuárs.

Úrskurður nr. 11/2018 

Endurupptaka máls 
Endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar 
Framleiðslukostnaður

Kærandi óskaði eftir endurupptöku á úrskurði yfirskattanefndar nr. 154/2017 í máli er laut að endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar. Var beiðnin byggð á því að láðst hefði að taka tillit til lánssamnings milli X ehf. og Y ehf. við úrlausn þess, hvort vaxtagjöld af umræddu láni gætu talist til framleiðslukostnaðar sjónvarpsþáttaraðar í skilningi laga nr. 43/1999 sem myndaði stofn til endurgreiðslu samkvæmt lögunum. Yfirskattanefnd taldi eftir sem áður að líta yrði á hið umdeilda rekstrarlán innan félagasamstæðu kæranda, X ehf. og Y ehf. sem fjárframlag X ehf. til framleiðslu sjónarvarpsþáttaraðarinnar eða sem stofnfé til Y ehf. Var kröfum kæranda hafnað. 

Close Popup

Félag viðurkenndra bókara notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Close Popup
Privacy Settings saved!
Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda síðunnar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Tæknilegar vafrakökur
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

GDPR stillingar
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á fvb.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Save
Samþykkja allar vafrakökur